Aldarsaga UMSK 1922-2022

675 22. Kosning þriggja manna í varastjórn. 23. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja til vara. 24. Kosning til Íþróttaþings skv. lögum ÍSÍ á því ári sem Íþróttaþing er haldið. 25. Þingslit. Ef lægsta atkvæðatala til að ná kosningu fellur á tvo eða fleiri skal kjósa um þá á ný, bundinni kosningu. Verði þeir enn jafnir, ræður hlutkesti. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum nema um lagabeytingar sé að ræða. 11. gr. Aukaþing Aukaþing skal halda ef nauðsyn krefur og ef helmingur sambandsaðila óskar þess. Allur boðunar- og tilkynningafrestur til aukaþings má vera helmingi styttri en til reglulegs þings. Fulltrúar á aukaþingi eru þeir sömu og voru á næsta reglulega þingi á undan og gilda sömu kjörbréf. Þó má kjósa að nýju í stað fulltrúa sem er látinn, veikur eða forfallaður á annan hátt. Á aukaþingi má ekki gera laga- eða reglugerðarbreytingar og ekki kjósa stjórn nema bráðabirgðastjórn, ef meirihluti kjörinnar aðalstjórnar hefur sagt af sér eða hætt störfum af öðrum orsökum eða stjórnin hefur að eigin dómi orðið óstarfhæf. Að öðru leyti gilda um það sömu reglur og um reglulegt héraðsþing. 12. gr. Stjórn Stjórn sambandsins skipa 5 menn. Formaður skal kosinn sérstaklega til tveggja ára í senn. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára, þó þannig að aðeins skal kosið um tvo árlega. Árlega skal kjósa þrjá menn í varastjórn og ennfremur tvo skoðunarmenn reikninga og tvo til vara. Stjórninni er heimilt að skipa starfsnefndir sér til aðstoðar við sérstök verkefni eða ákveðna þætti starfsins, telji hún þess þörf. Stjórninni er heimilt að boða til fundar með formönnum aðildarfélaga UMSK í september eða október ár hvert. Formannatal UMSK 1922–2023 1922–1927 og 1929–1931. Guðbjörn Guðmundsson úr Ungmennafélagi Reykjavíkur. 1927–1928. Guðrún Björnsdóttir úr Aftureldingu. 1928–1929. Arngrímur Kristjánsson úr Ungmennafélaginu Velvakanda. 1931–1935. Gestur Andrésson úr Dreng. 1935–1939. Skúli Þorsteinsson úr Ungmennafélaginu Velvakanda. 1939–1942. Ólafur Þorsteinsson úr Ungmennafélaginu Velvakanda. 1942–1943. Páll S. Pálsson úr Ungmennafélagi Reykjavíkur. 1943–1949. Gísli Andrésson úr Dreng. 1949–1956. Axel Jónsson úr Dreng. 1956–1959. Ármann Pétursson úr Ungmennafélagi Bessastaðahrepps. 1959–1963. Páll Ólafsson úr Ungmennafélagi Kjalnesinga. 1963–1965. Haukur Hannesson úr Dreng. 1965–1966. Úlfar Ármannsson úr Ungmennafélagi Bessastaðahrepps. 1966–1968. Gestur Guðmundsson úr Breiðabliki. 1968–1969. Ingólfur Ingólfsson úr Breiðabliki. 1969–1970. Pétur Þorsteinsson úr Aftureldingu. 1970–1974. Sigurður Skarphéðinsson úr Aftureldingu. 1974–1975. Ólafur Oddsson úr Dreng. 1975–1980. Páll Aðalsteinsson úr Aftureldingu. 1979–1980. Jón Ármann Héðinsson úr HK. 1980–1981. Reinhardt Á. Reinhardtsson úr ÍK. 1981–1985. Kristján Sveinbjörnsson úr Ungmennafélagi Bessastaðahrepps. 1985–1986. Katrín Gunnarsdóttir úr Stjörnunni. 1986–1987. Ólína Sveinsdóttir úr Breiðabliki. 1987–1992. Hafsteinn Pálsson úr Aftureldingu. 1992–1993. Hraunar Daníelsson úr Breiðabliki. 1993–2000. Svanur M. Gestsson úr Aftureldingu. 2000–2021. Valdimar Leó Friðriksson úr Aftureldingu. 2021–2023. Guðmundur G. Sigurbergsson úr Breiðabliki. Guðrún Björnsdóttir frá Grafarholti í Mosfellssveit var fyrsta konan sem gegndi formennsku í UMSK. Það var á árunum 1927– 1928; síðan liðu hátt í 60 ár þar til kona settist aftur á formannsstól hjá sambandinu. Þess má geta að Guðrún var einnig fyrsti formaður Ungmennafélagsins Aftureldingar sem var stofnað árið 1909.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==