Aldarsaga UMSK 1922-2022

674 5. gr. Starfs- og ársskýrslur Aðildarfélög skulu senda starfsskýrslur rafrænt í gagnagrunn UMFÍ og ÍSÍ með félaga- og iðkendatölum og tölum úr ársreikningum fyrir 15. apríl ár hvert. Fyrir 1. júní ár hvert skulu félögin skila ársskýrslum sínum til sambandsins ásamt staðfestum ársreikningi. Berist ársskýrslur ekki fyrir tilsettan tíma er stjórn sambandsins heimilt að fresta greiðslum á hlutdeild viðkomandi aðila í tekjum Íslenskrar getspár þar til skýrslur berast. Hvert það aðildarfélag, sem ekki hefur haldið aðalfund og sent starfsskýrslur og ársreikninga, missir atkvæðisrétt sinn á næsta ársþingi UMSK. Líði annað ár án þess að félag haldi aðalfund eða geri skil á skýrslum, ársreikningum og gjöldum getur ársþing UMSK tekið ákvörðun um að félaginu skuli vikið úr sambandinu. Ákveði þing að víkja félagi úr sambandinu skal tilkynna það til félagsins, ÍSÍ, UMFÍ og viðkomandi sérsambands/sérsambanda. 6. gr. Héraðsþing Sambandið skal árlega halda héraðsþing og skal það haldið fyrir lok mars ár hvert og til skiptis hjá sambandsfélögunum. Viðkomandi félag leggur til aðstöðu. Þó getur sambandsstjórn ákveðið aðra tilhögun með héraðsþing, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Þing skal boðað með minnst mánaðar fyrirvara. Skriflegt fundarboð (síðara fundarboð) með dagskrá og upplýsingum um tillögur og mál sem leggja á fyrir héraðsþing skal senda aðildarfélögum með eigi minna en 15 daga fyrirvara. Tillögur að lagabreytingum og tilkynningar framboðs til formanns og stjórnar, sem og aðrar tillögur sem leggja skal fyrir þingið, skulu berast skrifstofu UMSK eigi síðar en 20 dögum fyrir þing. 7. gr. Hlutverk héraðsþings Héraðsþing úrskurðar reikninga sambandsins, sem skulu miðast við almanaksárið. Það ræðir og gerir tillögur um starfsemi sambandsins. Ef deilur rísa milli félaga sambandsins ber héraðsþingi að úrskurða þær nema deilumál og kærur sem fara ber með samkvæmt fjórða kafla um dómstóla ÍSÍ í lögum ÍSÍ. Héraðsþing ákveður aðildargjald félaganna til sambandsins. Ársskýrslu og aðildargjaldið skulu sambandsfélögin senda fyrir 1. júní ár hvert. 8. gr. Fulltrúar á héraðsþingi Sambandsfélögin kjósa aðalfulltrúa og varafulltrúa á félagsfundum sínum til að mæta á héraðsþingi, einn fyrir hverja 100 eða færri og einn fyrir 50 umfram síðasta hundrað gjaldskyldra félagsmanna 16 ára og eldri. Þó skulu fulltrúar aldrei vera fleiri en 9 frá sama félagi. Stjórnarmeðlimir sambandsins hafa atkvæðisrétt þótt þeir séu ekki kjörnir fulltrúar. Héraðsþing skoðast lögmætt, ef löglega er til þess boðað. 9. gr. Réttur til þingsetu Á héraðsþingi hafa aðeins kjörnir fulltrúar og sambandsstjórn atkvæðisrétt. Atkvæðisrétt á héraðsþingi hafa aðeins kjörnir fulltrúar þeirra félaga sem skilað hafa inn skýrslum skv. 5. grein. Auk þeirra eiga rétt til þingsetu og hafa þar málfrelsi og tillögurétt: a. Fulltrúar ÍSÍ og UMFÍ. b. Íþróttafulltrúi ríkisins. c. Skoðunarmenn reikninga. d. Meðlimir fastanefnda. e. Starfsmenn sambandsins. Auk þess getur sambandsstjórn boðið öðrum aðilum þingsetu. Aðeins sá sem er í félagi innan sambandsins er kjörgengur fulltrúi þess á héraðsþingi. Hver fulltrúi hefur eitt atkvæði. Allir þingfulltrúar skulu hafa kjörbréf. 10. gr. Dagskrá héraðsþings Störf héraðsþings, sem er æðsti aðili UMSK, eru þessi: 1. Þingsetning. 2. Kosning þingforseta. 3. Kosning þingritara. 4. Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar. 5. Skýrsla stjórnar lögð fram. 6. Ársreikningur áritaður af stjórn og skoðunarmönnum lagður fram. 7. Ávörp gesta. 8. Álit kjörbréfanefndar. 9. Staðfesting á aðild nýrra félaga. 10. Umræður um skýrslu stjórnar. 11. Umræður og atkvæðagreiðsla um reikninga. 12. Skipað í nefndir til starfa á þinginu, ef þörf þykir, þar á meðal uppstillingarnefnd sem starfar á milli þinga. 13. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár lögð fram. 14. Laga- og reglugerðarbreytingar lagðar fram. 15. Aðrar tillögur lagðar fram. 16. Nefndarstörf um framlagðar tillögur og önnur mál sem nefndir ákveða að taka fyrir. 17. Afgreiðsla á áliti nefnda. 18. Önnur mál. 19. Kosningar, kjörnefnd skilar áliti. 20. Kosning formanns. 21. Kosning tveggja stjórnarmanna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==