Aldarsaga UMSK 1922-2022

670 Árið 2019 fékk 231 UMSK-maður úthlutun úr afreksmannasjóðnum. Þessir einstaklingar komu úr 12 sambandsfélögum sem hér segir: – 54 úr Stjörnunni. – 52 úr HK. – 44 úr Gerplu. – 32 úr Aftureldingu. – 25 úr Breiðabliki. – Sex úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. – Fimm úr Gróttu. – Fimm úr Dansíþróttafélagi Kópavogs. – Þrír úr Bogfimifélaginu Boganum. – Tveir úr Dansfélaginu Hvönn. – Tveir úr Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar. – Einn úr Skotfélagi Kópavogs.989 Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ Ungmennafélag Íslands veitir aðildarfélögum sínum styrki úr sérstökum fræðslu- og verkefnasjóði í þeim tilgangi að auka menntun og þekkingu á íþróttagreinum, þjálfun, félagsmálum og félagsstarfi. Árið 2016 voru veittar um 14 milljónir króna úr sjóðnum, þar af runnu um 2,5 milljónir til félaga innan UMSK sem hér segir: Blakdeild Aftureldingar fékk 50 þúsund krónur vegna þjálfaranámskeiðs í Englandi. Knattspyrnudeild Breiðabliks fékk eftirtalda styrki: – 50 þúsund krónur vegna kynningarferðar til Svíþjóðar í tengslum við unglingaþjálfun. – 150 þúsund krónur vegna námskeiðs fyrir þjálfara yngstu iðkendanna. – 150 þúsund krónur vegna kynningar á starfsemi deildarinnar. – 75 þúsund krónur vegna fjölgunar dómara úr röðum foreldra. Kraftlyftingadeild Breiðabliks fékk 50 þúsund krónur vegna þjálfaranámskeiðs í Noregi. Körfuknattleiksdeild Breiðabliks fékk 50 þúsund krónur til að stuðla að betri dómgæslu hjá yngri flokkunum. Dansíþróttafélag Kópavogs fékk 50 þúsund krónur vegna þátttöku í þjálfaranámskeiði í Hollandi. Íþróttafélagið Gerpla fékk eftirtalda styrki: a) 130 þúsund krónur vegna þátttöku í þjálfaranámskeiði á vegum Fimleikasambands Íslands. b) 65 þúsund krónur vegna þátttöku í þjálfaranámskeiði á vegum Fimleikasambands Íslands. c) 50 þúsund krónur vegna þjálfaranámskeiðs í Bandaríkjunum. d) 75 þúsund krónur vegna fræðslufyrirlestrar fyrir iðkendur. e) 75 þúsund krónur vegna fræðslufyrirlestrar fyrir foreldra. f) 50 þúsund krónur vegna skyndihjálparnámskeiðs fyrir þjálfara. g) 50 þúsund krónur vegna þjálfaranámskeiðs í Svíþjóð. Golfklúbburinn Oddur fékk 75 þúsund krónur í styrk vegna fræðslu fyrir nýliða í golfi. HK fékk eftirtalda styrki: a) 75 þúsund krónur vegna fræðslunámskeiðs um liðleikaþjálfun. b) 75 þúsund krónur vegna fræðslu um samfélagsmiðla og samskipti. c) Knattspyrnudeild HK fékk 100 þúsund krónur í styrk vegna kynningar á knattspyrnu í leikskólum. Stjarnan fékk eftirtalda styrki: a) 150 þúsund krónur vegna fræðsludags fyrir þjálfara. b) 75 þúsund krónur vegna fræðslu um bætta líðan þjálfara, foreldra og yngstu iðkendanna. c) 50 þúsund krónur vegna átaksins „Vertu virkur Stjörnufélagi“. d) 50 þúsund krónur vegna nýliðafræðslu fyrir aðstoðarþjálfara. e) 100 þúsund krónur vegna átaksins „Íþróttastarf fyrir alla – Ný grein/Hjólakraftur“. f) 75 þúsund krónur vegna átaksins „Lærum af því sem vel er gert – þjálfun/félagsstarf“. g) Knattspyrnudeild Stjörnunnar fékk 50 þúsund krónur vegna námskeiðs í byrjendaþjálfun. h) Fimleikadeild Stjörnunnar fékk 38 þúsund krónur vegna móttökunámskeiðs, 50 þúsund vegna námskeiðs í danskennslu á Spáni og 75

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==