Aldarsaga UMSK 1922-2022

669 afrekum er átt við að íþróttamaður hafi verið valinn í úrvalshóp til þátttöku í Ólympíuleikum, á heimsmeistara-, Evrópu- eða Norðurlandamóti. – Á ársþingi UMSK veitir sjóðurinn styrk til íþróttakarls, íþróttakonu og afrekshóps ársins. Stjórn UMSK tekur ákvörðun um hverjir skulu hljóta styrki. 5. gr. Skilyrði Umsækjendur skulu iðka íþrótt sína innan raða aðildarfélaga UMSK. Umsóknir skulu ávallt koma frá félagi umsækjanda. 6. gr. Umsóknir Úthlutað er úr sjóðnum þrisvar á ári og er umsóknarfrestur auglýstur á heimasíðu UMSK og með bréfi til aðildarfélaga. Umsóknir skulu berast frá félagi umsækjanda. Umsókn um styrk skal hafa borist eigi síðar en þremur mánuðum eftir að móti lýkur. Umsóknir skulu berast skrifstofu UMSK á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Sjóðsstjórn er þó heimilt að hafa frumkvæði að einstökum styrkveitingum. Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að afla sér nánari upplýsinga en þeirra sem fram koma á umsóknareyðublöðum og leita umsagnar annarra aðila. Sjóðsstjórn metur hverja umsókn til samþykktar eða synjunar. Ófullnægjandi gögn geta valdið höfnun umsóknar. Styrkir eru alla jafna greiddir út eftir að keppnisferð hefur verið farin og fullnægjandi grein hefur verið gerð fyrir ferðinni. Í því felst að skila þarf staðfestingu til skrifstofu UMSK, s.s. farseðlum eða staðfestingu á þátttöku frá viðkomandi sérsambandi. Þó er heimilt að víkja frá þessari reglu ef ríkar ástæður eru fyrir hendi. Styrkja ber að vitja innan árs frá mótslokum, að öðrum kosti falla þeir niður. Stjórn sjóðsins skal færa rök fyrir úthlutun og höfnun úr sjóðnum sé eftir því leitað. 7. gr. Uppgjör Framkvæmdastjóri skal skila skýrslu til stjórnar UMSK á 6 mánaða fresti þar sem m.a. sé gerð grein fyrir styrkveitingum og fjárreiðum sjóðsins. Rekstrar- og efnahagsreikning sjóðsins skal birta árlega í skýrslu UMSK, sem lögð er fram á ársþingi UMSK. Skoðunarmenn UMSK eru jafnframt skoðunarmenn reikninga sjóðsins. 8. gr. Gildistími Reglugerð þessi tekur gildi þegar stjórn UMSK hefur staðfest hana og gildir þar til stjórn UMSK ákveður annað. Samþykkt á fundi stjórnar UMSK þann 9. desember 2020.986 Sem dæmi um úthlutun úr Afrekssjóði UMSK má taka árið 2010; þá fengu 11 UMSK-félög fjárstyrk til eftirtalinna verkefna: – Gerpla vegna Evrópumóts í áhaldafimleikum í Englandi. – Gerpla vegna Norðurlandamóts drengja í Finnlandi. – Gerpla vegna Norðurlandamóts í áhaldafimleikum fullorðinna í Finnlandi. – Grótta vegna Norðurlandamóts í áhaldafimleikum í Finnlandi. – Grótta vegna Evrópumóts í áhaldafimleikum í Englandi. – Breiðablik, kraftlyftingadeild, vegna Evrópumóts í kraftlyftingum í Svíþjóð. – HK blakdeild vegna EM smáþjóða á Möltu. – Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar vegna EM liða í Svíþjóð. – Nesklúbburinn vegna EM einstaklinga í Finnlandi. – Dansíþróttafélag Kópavogs vegna HM í ballroomdönsum í Rússlandi. – Breiðablik, karatedeild, vegna Norðurlandamóts í karate í Svíþjóð.987 Árið 2014 fengu 185 einstaklingar styrk úr Afrekssjóði UMSK, þar að auki voru veittir níu þjálfarastyrkir. Hlutfall einstakra félaga í þeirri úthlutun var sem hér segir: – Handknattleiksfélag Kópavogs 21%. – Ungmennafélagið Stjarnan 18%. – Íþróttafélagið Gerpla 18%. – Ungmennafélagið Breiðablik 14%. – Ungmennafélagið Afturelding 9%. – Íþróttafélagið Grótta 8%. – Dansíþróttafélag Kópavogs 7%. – Dansíþróttafélagið Hvönn 2%. – Tennisfélag Kópavogs 2%. – Júdófélag Garðabæjar 1%.988

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==