Aldarsaga UMSK 1922-2022

668 úr Stjörnunni. Einnig Þorsteinn Einarsson úr HK. – 2002. Ester Jónsdóttir úr Breiðabliki og Valdimar Leó Friðriksson úr Aftureldingu. – 2005. Jón Ásgeir Eyjólfsson úr Stjörnunni og Nesklúbbnum, Þórður Guðmundsson úr Breiðabliki. – 2007. Stefán Konráðsson úr Stjörnunni og Steinar Lúðvíksson úr Breiðabliki. – 2008. Birgir Ari Hilmarsson úr Siglingafélaginu Ými. – 2011. Gauti Grétarsson úr Gróttu. – 2012. Páll Grétarsson úr Stjörnunni. – 2013. Margrét Bjarnadóttir úr Gerplu. – 2016. Guðmundur Jónsson úr Breiðabliki. – 2017. Kristján Jónatansson úr Breiðabliki. Eftirtaldir einstaklingar voru sæmdir silfurmerki ÍSÍ á árunum 1996–2018: – 1996. Bergþóra Sigmundsdóttir og Páll Grétarsson, bæði úr Stjörnunni, einnig Páll Hreinsson og Valdimar Karlsson úr Siglingafélaginu Ými. – 1997. Ester Jónsdóttir úr Breiðabliki og Halldór Frímannsson úr Aftureldingu. – 1998. Albrecht Ehmann úr Stjörnunni, Ásgerður Halldórsdóttir og Gunnar Lúðvíksson, bæði úr Gróttu, Eiríkur Jensson úr Breiðabliki. – 1999. Bjarni Ásgeir Jónsson, Guðrún Magnúsdóttir, Jóhann Guðjónsson, Jóna Þorvarðardóttir og Stefanía Helgadóttir, öll úr Aftureldingu. – 2000. Valdimar Leó Friðriksson úr Aftureldingu. – 2002. Sævar Kristjánsson úr Hestamannafélaginu Gusti. – 2010. Ingibjörg Hinriksdóttir úr Breiðabliki og Jóhannes Sveinbjörnsson úr Stjörnunni. – 2014. Jón Finnbogason úr Gerplu. – 2015. Alda Helgadóttir úr Stjörnunni. – 2016. Grétar Kristjánsson úr Breiðabliki, Guðrún Kristín Einarsdóttir úr Aftureldingu og Jóhann Steinar Ingimundarson úr Stjörnunni. – 2018. Ellen Björnsdóttir úr Dansíþróttafélagi Kópavogs og Ólafur Már Hreinsson úr HK. Sjóðir og styrkir Síðustu áratugina hefur fjárhagslegur grundvöllur íþróttahreyfingarinnar á Íslandi verið mun öruggari en áður var, meðal annars vegna ágóða af getraunum og lottó; öruggir tekjustofnar hafa skapast fyrir sjóði sem félög og einstaklingar innan UMSK njóta góðs af. Hér kemur yfirlit yfir þennan mikilvæga þátt í starfsemi héraðssambandsins. Reglugerð um Afrekssjóð UMSK 1. gr. Hlutverk Heiti sjóðsins er Afrekssjóður UMSK. Hlutverk hans er að styrkja afreksfólk aðildarfélaga UMSK til að fara í keppnisferðir innanlands sem og erlendis. 2. gr. Fjármagn Fjármagn fær sjóðurinn af lottótekjum UMSK og er framlagið 7% af heildartekjum UMSK. Jafnframt er heimilt að leita eftir viðbótarfjármagni frá öðrum aðilum. Stjórn sjóðsins ákveður styrkupphæð í upphafi hvers starfsárs og eru mót innanlands styrkt um helming af þeirri upphæð, jafnframt er sjóðsstjórn heimilt að takmarka fjölda styrkja til einstakra þátttakenda innan ársins. Óheimilt er að skuldbinda sjóðinn umfram þær fjárhæðir sem til ráðstöfunar eru í sjóðnum við úthlutun. 3. gr. Skipan og hlutverk stjórnar Sjóðsstjórn samanstendur af fimm aðilum úr hreyfingunni. Kosið skal um fjóra einstaklinga á ársþingi UMSK en fimmti stjórnarmaður er skipaður af stjórn UMSK. Hlutverk sjóðsstjórnar er að fara yfir umsóknir um styrki úr sjóðnum og fylgjast með nýtingu styrkja. Stjórn sjóðsins ákveður styrkupphæð í upphafi hvers starfsárs og eru mót innanlands styrkt um helming af þeirri upphæð. 4. gr. Markmið Afrekssjóður UMSK styrkir eftirfarandi verkefni: – Þátttöku í landsliðsferðum, Norðurlandamótum, Evrópumótum, heimsmeistaramótum innanlands og utan- og Ólympíuleikum (leita má viðurkenningar á mótahaldi hjá viðkomandi sérsambandi). – Önnur verkefni og sérstök afrek sem verða sérstaklega metin hverju sinni. Með sérstökum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==