Aldarsaga UMSK 1922-2022

667 Frjálsíþróttabikar UMSK, gefinn af Dóru Gunnarsdóttur, skal veita árlega á ársþingi UMSK til einstaklings eða hóps sem skarað hefur fram úr í frjálsíþróttum á liðnu ári. Sundbikar UMSK, gefinn af Sundlaug Kópavogs, skal veita árlega á ársþingi UMSK til einstaklings eða hóps sem skarað hefur fram úr í sundi á liðnu ári. Fimleikabikar UMSK, gefinn af Ingvari Árnasyni, skal veita árlega á ársþingi UMSK til einstaklings eða hóps sem skarað hefur fram úr í fimleikum á liðnu ári. Dansbikar UMSK er gefinn af Sindra-stáli, skal veita hann árlega á ársþingi UMSK til pars sem skarað hefur fram úr í dansi á nýliðnu ári.982 Heiðursviðurkenning UMSK. Samkvæmt reglugerð gilda eftirtaldar reglur um heiðursviðurkenningu UMSK: „Heiðursviðurkenning UMSK, skjöldur, skal veittur þeim, sem ekki eru félagar í UMSK en styrkt hafa eða aðstoðað UMSK og/eða aðildarfélög verulega.“983 Eftirtaldir einstaklingar hafa hlotið þessa viðurkenningu: – Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ. 1990. – Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi ríkisins. 1993. – Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri ÍSÍ. 1997. – Gísli Halldórsson, forseti Ólympíunefndar Íslands. 1999. – Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. 2002. – Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi. 2007. – Björn B. Jónsson, fyrrverandi formaður UMFÍ. 2008. – Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. 2008.984 Fyrirmyndarfélag ÍSÍ er gæðaviðurkenning sem einstök íþróttafélög og íþróttadeildir, sem sinna barna- og unglingastarfi, geta hlotið að uppfylltum ákveðnum gæðakröfum. Til að fá slíka viðurkenningu þurfa félögin að huga vel að þjálfun og öllu innra starfi, meðal annars að setja saman handbók fyrir félagið/deildina sem nýtist stjórnarfólki og öðrum sem koma að starfinu. Verkefnið var nokkur ár í undirbúningi innan ÍSÍ en árið 2003 voru fyrstu viðurkenningarnar veittar, árið 2010 voru þær orðnar 45 talsins.985 Eftirtalin félög og félagsdeildir innan UMSK voru þau fyrstu sem fengu þessa viðurkenningu: – 2003. Skíðadeild og sunddeild Breiðabliks. – 2004. Knattspyrnudeild Breiðabliks. Frjálsíþróttadeild Aftureldingar. – Blakdeild, handknattleiksdeild og knattspyrnudeild HK. – 2005. Fimleikadeild, handknattleiksdeild og knattspyrnudeild Gróttu. Hestamannafélagið Andvari. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar. – Fimleikadeild, handknattleiksdeild, knattspyrnudeild, körfuknattleiksdeild og sunddeild Stjörnunnar. Blakdeild og fimleikadeild Aftureldingar. – 2006. Golfklúbburinn Oddur. Sunddeild, knattspyrnudeild, badmintondeild, handknattleiksdeild, karatedeild og körfuknattleiksdeild Aftureldingar. Gull og silfur frá ÍSÍ. Gullmerki ÍSÍ komu til sögunnar á 8. áratugnum og varð Sigurður Geirdal, félagsmálamaður, íþróttamaður og bæjarstjóri í Kópavogi, fyrstur til að hljóta þessa viðurkenningu. Tveimur árum síðar var Ólafur Þórðarson frá Varmalandi í Mosfellssveit sæmdur gullmerkinu, hann var af aldamótakynslóðinni og starfaði mikið innan Aftureldingar á sinni tíð eins og greint er frá í fyrri hluta bókarinnar. Hér er listi yfir þá sem hlotnaðist þessi heiður á árabilinu 1977–2018: – 1977. Sigurður Geirdal úr Breiðabliki. – 1979. Ólafur Þórðarson úr Aftureldingu. – 1987. Magnús Jakobsson úr Breiðabliki og Margrét Bjarnadóttir úr Gerplu. – 1988. Albert H.N. Valdimarsson úr HK. – 1990. Logi Kristjánsson úr Breiðabliki. – 1992. Davíð B. Sigurðsson, Hafsteinn Pálsson og Páll Aðalsteinsson úr Aftureldingu, Jón Ingi Ragnarsson úr Breiðabliki, Erling Ásgeirsson og Ingvi Guðmundsson úr Stjörnunni. – 1993. Ingvar Árnason úr Gerplu. – 1996. Elsa Jónsdóttir og Lovísa Einarsdóttir úr Gerplu. – 1997. Garðar Guðmundsson og Sigurgeir Sigurðsson úr Gróttu, Ólína Sveinsdóttir úr Breiðabliki og Svanur M. Gestsson úr Aftureldingu. – 1998. Hraunar Daníelsson úr Breiðabliki. – 1999. Ingibjörg B. Jóhannesdóttir úr Aftureldingu. – 2000. Anna R. Möller, Benedikt Sveinsson, Bragi Friðriksson, Lárus Blöndal, Magnús Andrésson, Páll Bragason og Sævar Jónsson, öll

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==