Aldarsaga UMSK 1922-2022

666 – Áhöfnin á Sigurborgu hjá Siglingafélaginu Ými. 1992. – Meistaraflokkur HK í blaki karla. 1993 og 2013. – Meistaraflokkur Aftureldingar í handknattleik karla. 1997 og 1999. – Meistaraflokkur Gróttu í handknattleik karla. 2002. – Meistaraflokkur Stjörnunnar í blaki karla. 2003, 2004 og 2007. – P-1 fimleikahópur kvenna í Gerplu. 2006. – Meistaraflokkur HK í blaki kvenna. 2009. – Kvennalið Gerplu í hópfimleikum. 2010. – Meistaraflokkur Stjörnunnar í knattspyrnu kvenna. 2011. – Kvennalið Gerplu í hópfimleikum. 2012. – Meistaraflokkur Stjörnunnar í knattspyrnu karla. 2014. – Meistaraflokkur Stjörnunnar í fimleikum kvenna. 2015. – Meistaraflokkur Aftureldingar í blaki kvenna. 2016. – Meistaraflokkur Stjörnunnar í fimleikum kvenna. 2017.981 Hvatningarverðlaun UMSK má veita árlega á ársþingi UMSK. Aðildarfélög, deildir eða einstaklingar innan félaganna geta hlotið þessi verðlaun fyrir eftirtektarverð og framsækin verkefni sem skara fram úr eða fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins. Árlega óskar skrifstofa UMSK eftir tilnefningum frá aðildarfélögum sambandsins á þar til gerðu eyðublaði. Hvert félag má senda inn allt að þrjár tilnefningar. Einnig getur stjórn UMSK valið verðlaunahafa að eigin frumkvæði. Verðlaunin eru viðurkenningarskjal/listmunur og 100.000 kr. peningaverðlaun. Ef verðlaunahafi er einstaklingur fær félag viðkomandi einnig viðurkenningarskjal. Stjórn UMSK tekur endanlega ákvörðun um hver hlýtur hvatningarverðlaun hverju sinni. Ef þurfa þykir getur stjórn leitað umsagnar utanaðkomandi aðila með sérþekkingu, til dæmis sérsambands. Meistaraflokkur Breiðabliks í knattspyrnu kvenna hlaut UMFÍ-bikarinn árið 2018. Klappstýrulið íþróttafélagsins Stálúlfs hlaut hvatningarverðlaun UMSK árið 2020.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==