Aldarsaga UMSK 1922-2022

665 Afreksbikar UMSK skal veita árlega á ársþingi UMSK íþróttakonu og íþróttakarli sem skarað hafa fram úr í íþróttum á liðnu ári. Einungis koma til greina íþróttamenn og -konur sem iðka íþrótt sína með aðildarfélagi innan félagssvæðis UMSK þegar kjörið fer fram. Alla jafna skal valið úr þeim hópi sem kjörnir eru íþróttamenn og íþróttakonur sveitarfélaganna á félagssvæðinu. Stjórn UMSK er þó heimilt að leita út fyrir þann hóp við valið. – Íþróttamaður og íþróttakona UMSK fá farandbikar sem skal vera í vörslu þeirra í eitt ár ásamt eignabikar. – Einnig hljóta íþróttamaður og íþróttakona UMSK fjárupphæð, sem stjórn UMSK ákveður hverju sinni, og er ætluð sem hvatning til enn meiri afreka í framtíðinni. – Val á íþróttamanni og íþróttakonu UMSK skal taka mið af árangri en jafnframt hvort viðkomandi sé jákvæð og virðingarverð fyrirmynd í hátterni, líferni og líklegur/líkleg til þess að hefja íþróttina og íþróttaiðkun til vegs og virðingar. Afreksbikarinn var veittur í fyrsta skipti árið 1982, hér er listi yfir afreksfólkið frá árabilinu 1982–2014: – Meistaraflokkur Breiðabliks í knattspyrnu kvenna. 1982. – Kristín Gísladóttir, fimleikakona í Gerplu. 1983. – Svanhildur Kristjónsdóttir, frjálsíþróttakona í Breiðabliki. 1984 og 1985. – Ævar Þorsteinsson, karatemaður í Breiðabliki. 1986. – Bjarki Arnórsson, siglingamaður í Ými. 1987. – Einar Ásgeirsson, tennisleikari í ÍK og blakmaður í HK. 1988. – Helgi Jóhannesson, karatemaður í Breiðabliki. 1989. – Sigurður Bjarnason, handknattleiksmaður í Stjörnunni. 1990. – Guðný Gunnsteinsdóttir, handknattleikskona í Stjörnunni. 1991. – Ásta B. Gunnlaugsdóttir, knattspyrnukona í Breiðabliki. 1992 og 1994. – Sigurbjörg Ólafsdóttir, fimleikakona í Stjörnunni. 1993. – Páll Hreinsson, siglingamaður í Ými. 1995. – Vanda Sigurgeirsdóttir, knattspyrnukona í Breiðabliki. 1996. – Sigurður Sveinsson, handknattleiksmaður í HK. 1997. – Sigurður Sigurðarson, hestaíþróttamaður í Herði. 1998. – Bjarki Sigurðsson, handknattleiksmaður í Aftureldingu. 1999. – Rúnar Alexandersson, fimleikamaður í Gerplu. 2000. – Helga Dögg Helgadóttir og Ísak Halldórsson í Dansfélaginu Hvönn. 2001. – Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður í Breiðabliki. 2002. – Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur í GKG. 2003. – Rúnar Alexandersson, fimleikamaður í Gerplu. 2004. – Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrnukona í Breiðabliki. 2005. – Arnar Sigurðsson, tennisleikari í Tennisfélagi Kópavogs. 2006. – Fríða Rún Einarsdóttir, fimleikakona í Gerplu. 2007. – Vignir Hlöðversson, blakmaður í Stjörnunni. 2008. – Þóra Helgadóttir, knattspyrnukona í Breiðabliki. 2009. – Arnar Grétarsson, knattspyrnumaður í Breiðabliki. 2010. – Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona í Gerplu. 2011. – Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, knattspyrnukona í Stjörnunni. – Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður í Breiðabliki. 2013 og 2014. UMFÍ-bikarinn skal veita árlega á ársþingi UMSK til hóps sem skarað hefur fram úr í íþróttum á liðnu ári. Hér er listi yfir þá sem hlotnaðist þessi heiður á árabilinu 1987–2018. – Meistaraflokkur Stjörnunnar í handknattleik karla. 1987. – Meistaraflokkur Breiðabliks í blaki kvenna. 1988. – Meistaraflokkur Stjörnunnar í handknattleik kvenna. 1989, 1995, 1998 og 2008. – Meistaraflokkur Breiðabliks í knattspyrnu kvenna. 1990, 1994, 1996, 2000, 2001, 2005 og 2018. – Karlaflokkur Gerplu í fimleikum. 1991.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==