Aldarsaga UMSK 1922-2022

656 Ungmennafélag Álftaness Síðustu ár hafa sex deildir verið starfandi innan UMFÁ: Almenningsíþróttadeild. Blakdeild. Frjálsíþróttadeild. Knattpyrnudeild sem er langfjölmennasta deildin. Körfuknattleiksdeild. Taekwondo-deild.978 Auk þess er starfræktur íþróttaskóli barnanna innan félagsins, hann er opinn öllum börnum á Álftanesi á aldrinum 3–6 ára. Ungmennafélagið Afturelding Þar eru starfandi 11 deildir: Badmintondeild. Blakdeild. Fimleikadeild. Frjálsíþróttadeild. Handknattleiksdeild. Hjóladeild. Karatedeild. Knattspyrnudeild. Körfuknattleiksdeild. Sunddeild. Taekwondo-deild. Í árslok 2011 voru 1.658 iðkendur í félaginu á aldrinum 4–19 ára. Ungmennafélagið Stjarnan Þar starfa sjö deildir: Almenningsíþróttadeild. Fimleikadeild. Handknattleiksdeild. Knattspyrnudeild. Lyftingadeild. Körfuknattleiksdeild. Sunddeild. Árið 2020 voru um 5000 virkir iðkendur í Stjörnunni og um 400 þjálfarar að störfum. Viðurkenningar og verðlaun Síðustu áratugi hefur afhending ýmiskonar viðurkenninga verið fastur liður í starfsemi UMSK. Um þær gilda skriflegar reglur sem meðal annars má finna á heimasíðu sambandsins, þangað eru upplýsingar og orðalag í þessum kafla sótt. UMSK getur veitt einstaklingum heiðursviðurkenningar fyrir mikil og góð störf í þágu sambandsins eða aðildarfélaga þess. Er það gert við „sérstök tækifæri“ og þá er átt við aðalfundi aðildarfélaga, ársþing UMSK og stórafmæli félaga eða félagsmanna. Jafnframt eru árlega, á ársþingi UMSK, veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum. Hér verður gerð nánari grein fyrir þessum veigamikla þætti í starfi sambandsins. Starfsmerki UMSK. Í reglugerð um starfsmerki UMSK segir: „Starfsmerki UMSK skal veita þeim einstaklingum sem unnið hafa af trúnaði mikil og góð störf fyrir sambandið eða aðildarfélögin.“979 Silfurmerki UMSK má veita þeim einstaklingum sem starfað hafa fyrir sambandið eða aðildarfélög þess og hafa unnið vel og dyggilega fyrir íþróttahreyfinguna. Gullmerki UMSK er æðsta heiðursviðurkenning héraðssambandsins. Gullmerki má veita þeim einstaklingum sem starfað hafa innan UMSK í langan tíma og sinnt félagsstörfum svo eftir hefur verið tekið. Gullmerkishafi skal alla jafna hafa áður hlotið silfurmerki UMSK. Félagsmálaskjöldur UMSK var gefinn af Axel Jónssyni, fyrrum formanni sambandsins og alþingismanni, og konu hans Guðrúnu Gísladóttur. Skjöldurinn skal veittur árlega á ársþingi UMSK til einstaklings sem skarað hefur fram úr í félagsstörfum á liðnum árum. Félagsmálaskjöldur UMSK hefur verið afhentur um 40 ára skeið, í fyrsta skipti árið 1982. Hér er heildarlisti yfir þá sem hefur hlotnast þessi heiður: – Margrét Bjarnadóttir úr Gerplu. 1982. – Páll Aðalsteinsson úr Aftureldingu. 1983. – Albert H. N. Valdimarsson úr HK. 1984. – Jón Ingi Ragnarsson úr Breiðabliki. 1985. – Kristján Sveinbjörnsson úr Ungmennafélagi Bessastaðahrepps. 1986. – Þorgerður Aðalsteinsdóttir úr Breiðabliki. 1987. – Ólína Sveinsdóttir úr Breiðabliki. 1988.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==