Aldarsaga UMSK 1922-2022

653 2010. Minnstu munaði að Stjörnustúlkurnar ynnu sig upp í úrvalsdeild árið 2009, það varð þó ekki fyrr en árið 2015, þá höfðu afrekskonurnar Margrét Kara Sturludóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir gengið til liðs við Stjörnuna og einnig erlendur leikmaður: Chelsie Schweers. Árið 2019 bar það til tíðinda að kvennalið Stjörnunnar dró sig út úr úrvalsdeildinni þegar ljóst var að nokkrar af lykilkonum liðsins myndu leggja keppnisskóna á hilluna. Stjórn deildarinnar taldi hyggilegra að leika frekar í 1. deild og hlúa betur að uppbyggingu á nýju liði. Óvenjuleg ákvörðun? Já, en þó ekki einsdæmi á þessum vettvangi. Gunnar Kr. Sigurðsson gegndi formennsku í körfuknattleiksdeildinni til ársins 2012, Hilmar Júlíusson tók þá við keflinu, saman unnu þeir ötullega að eflingu starfsins, meðal annars í yngri aldursflokkunum sem styrktust með hverju árinu, í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2016 segir: „Mikil aukning er í aðsókn í körfuknattleiksdeild félagsins og stækkar hún hratt. Stjarnan á nú sterk lið bæði í meistaraflokki kvenna og karla og eru óumtvírætt orsakatengsl á milli fjölgunar í barna- og unglingastarfi og sterkra fyrirmynda í meistaraflokkum deildarinnar.“971 Árið 2017 var fyrsti Stjörnumaðurinn valinn í íslenska landsliðið, það var Tómas Þórður Hilmarsson. Í bókinni „Skíni Stjarnan“ eftir Steinar J. Lúðvíksson er saga Stjörnukörfunnar rakin ítarlega, þar segir um árangur félagsins árið 2019: „Besta árið í sögu körfuknattleiksins hjá Stjörnunni. Karlaliðið varð í fyrsta sinn deildarmeistari og vann sigur í bikarkeppni KKÍ í fjórða sinn. Það komst einnig í undanúrslit í Íslandsmótinu en tapaði þar einvígi sínu við ÍR 2:3. Kvennaliðið varð í þriðja sæti í deildarkeppninni. Í úrslitakeppninni tapaði það fyrir Keflavík 2:3. Liðið komst í úrslit í fyrsta sinn í bikarkeppninni en tapaði úrslitaleiknum við Val. Yngri flokkar félagsins stóðu sig frábærlega vel.“972 Með markvissri uppbyggingu, öflugri liðsheild og góðum stuðningi bæjaryfirvalda hefur körfuboltinn fest sig rækilega í sessi innan Stjörnunnar og orðið eitt af aðalsmerkjum Garðabæjar. Teitur Örlygsson var þjálfari karlaliðs Stjörnunnar um fimm ára skeið og naut mikillar athygli í Garðabænum á þeim árum. Hann stýrði Stjörnunni til sigurs í bikarúrslitaleik árið 2009 gegn firnasterku KR-liði, Teitur sagði í viðtali eftir leikinn: „Ég hafði enga matarlyst á sunnudeginum og svo var spennufallið svo mikið eftir leikinn að ég var gjörsamlega búinn á því. Ég var með strengi eftir leikinn og það er sko miklu erfiðara að vera utan vallar en að spila svona leiki.“970 Fjórum árum síðar þjálfaði Teitur lið Stjörnunnar sem varð bikarmeistari eftir úrslitaleik við Grindvíkinga. Kvennalið Stjörnunnar komst í bikarúrslit árið 2019 og veitti þar sigurliði Vals verðuga keppni. Á myndinni má sjá Stjörnuliðið, talið frá vinstri: Aldís Erna Pálsdóttir, Linda Marín Kristjánsdóttir, Alexandra Eva Sverrisdóttir, Veronika Dzhikova, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Bríet Sif Hinriksdóttir, Sólrún Sæmundsdóttir, Auður Íris Ólafsdóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir og Ragnheiður Benónísdóttir. Danielle Victoriu Rodriguez vantar á myndina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==