Aldarsaga UMSK 1922-2022

652 að halda mót. Við erum mjög spennt fyrir því verkefni og teljum að körfuboltinn geti vaxið töluvert í Mosfellsbæ.“968 Afturelding er ekki eina félagið í Mosfellsbæ þar sem körfuknattleikur hefur verið iðkaður. Á árunum 2005– 2007 starfaði körfuknattleiksdeild innan knattspyrnufélagsins Hvíta riddarans, það bar að með óvenjulegum hætti: „Forsaga stofnunar deildarinnar var sú að körfuknattleiksliði Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF), sem hafði orðið deildarmeistari annarrar deildar 2005, var meinuð þátttaka í Íslandsmóti um haustið af KKÍ. Ástæðan var þátttaka Harðar, sem er innan vébanda HHF, í Íslandsmóti yngri flokka í körfuknattleik. Ákveðið var að stofna nýja deild innan Hvíta riddarans og gengu liðsmenn HHF í hið nýstofnaða lið. Félagið komst í úrslitakeppni annarrar deildar eftir að hafa unnið riðil A-3 í deildakeppninni. Í úrslitakeppninni, sem haldin var á Hvolsvelli og Hellu, náði félagið þriðja sæti með sigri á gestgjöfum Dímons.“969 Keppnistímabilið 2006–2007 komst lið Hvíta riddarans í 16 liða úrslit í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar og endaði í 4. sæti í úrslitakeppninni. Að því tímabili loknu var körfuknattleiksdeild félagsins lögð niður. Stjörnukörfur – 1993 Árið 1993 var körfuknattleiksdeild Stjörnunnar stofnuð, að frumkvæði Ólafs Rafnssonar sem vann mikið að útbreiðslu greinarinnar hérlendis. Hann var formaður Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) frá 1996 til ársins 2006 þegar hann var kjörinn forseti ÍSÍ. Gunnar Viðar var kosinn fyrsti formaður deildarinnar, í upphafi reyndist erfitt að fá tíma í íþróttahúsinu Ásgarði og fóru æfingar fram í íþróttasal Verzlunarskóla Íslands. Karlaliðið tók þátt í 2. deild Íslandsmótsins árið 1993 og komst upp í 1. deild 1995, sama ár tók það þátt í bikarkeppni KKÍ í fyrsta skipti en var slegið út í fyrsta leik. Á þessum árum hélt Stjarnan einnig æfingar fyrir 8. flokk pilta. Líkt og önnur félög fékk Stjarnan erlenda leikmenn til að styrkja liðsheildina, starfsemin efldist jafnt og þétt og árið 1997 höfðu fimm leikmenn Stjörnunnar verið valdir í unglingalandsliðið. Árið 2000 urðu tímamót í sögu deildarinnar þegar fyrsti stúlknaflokkurinn hóf æfingar, það skeið stóð reyndar stutt í fyrstu atrennu vegna dræmrar þátttöku. Björn Leósson þjálfaði karlaliðið til ársins 2000, þá tók Jón Kr. Gíslason við þjálfun, mikill reynslubolti, bæði sem leikmaður og þjálfari, ári síðar varð Jón Guðmundsson þjálfari liðsins. Það náði sæti í úrvalsdeild Íslandsmótsins en hélt því ekki lengi, enda gífurlega hörð samkeppni um sæti í þeirri deild. Í byrjun nýrrar aldar stóð starfsemi körfuboltadeildarinnar tæpt hjá Stjörnunni, skuldastaðan var yfirþyrmandi og háværar raddir uppi um að leggja deildina niður. En vörn var snúið í sókn undir formennsku Gunnars Kr. Sigurðssonar, starfið var endurskipulagt, meðal annars var sérstakt barna- og unglingaráð stofnað árið 2005. Stjörnufólk var staðráðið í að lyfta körfuboltanum á sama stall og handknattleikur, knattspyrna og fimleikar voru á innan félagsins um þær mundir. Árið 2007 náði karlaliðið að vinna sæti í úrvalsdeildinni eftir frækilega baráttu undir stjórn Braga Magnússonar þjálfara og fékk liðið að launum ferð vestur til Bandaríkjanna. Á miðju keppnistímabilinu 2008–2009 tók Teitur Örlygsson við þjálfun Stjörnuliðsins, hann hafði þá lagt að baki langan og glæstan feril sem leikmaður með Ungmennafélagi Njarðvíkur (UMFN). Teitur reyndist mikill happafengur fyrir Stjörnuna sem hampaði bikarmeistaratitlinum árið 2009 í fyrsta skipti, slíkur árangur efldi meistaraflokkinn óneitanlega, örvaði starfið í yngri flokkunum og lífgaði upp á bæjarbraginn. Árið 2009 urðu tímamót í sögu deildarinnar þegar Stjarnan tefldi fram kvennaliði í meistaraflokki Íslandsmótsins, margar stúlkurnar komu úr Ármanni sem eygðu betri æfingaaðstöðu hjá Stjörnunni, enda skapaðist meira rými fyrir körfuboltann í íþróttamiðstöðinni Ásgarði þegar nýtt fimleikahús var tekið í notkun árið Ungir Garðbæingar spreyta sig í körfubolta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==