646 út blað til að kynna starfsemi sína, þar ritaði Eyjólfur Bragason um handboltalífið innan Stjörnunnar, hann var þá formaður handknattleiksdeildarinnar og átti eftir að gera garðinn frægan sem leikmaður félagsins. Eyjólfur var kjörinn íþróttamaður Garðabæjar fyrstur handknattleiksmanna árið 1983, hann skrifar í fyrrnefnt blað: „Handknattleikur hefur frá upphafi verið snar þáttur í starfi félagsins, þótt aðstæður séu erfiðar. Við höfum að vísu fengið inni í leikfimisal Barnaskólans og ber að þakka það. Á hinn bóginn er hverjum ljóst, sem kunnugur er aðstæðum, að sá salur gefur aðeins tækifæri til takmarkaðrar grunnþjálfunar, en öll samæfing verður að fara fram við betri skilyrði. Félagið hefur reynt að fá íþróttasali leigða, en það hefur gengið erfiðlega. Þó fengum við inni í gamla leikfimisal K.R.-inga einu sinni í viku í vetur. Það er því augljóst gleðiefni okkur öllum, að sjá nú hafnar framkvæmdir við byggingu íþróttahússins nýja, og þar með eygjum við vissulega betri tíma.“953 Þetta sama ár, 1972, sendi Stjarnan í fyrsta sinn handknattleikslið til þátttöku í meistaraflokki karla í 2. deild. Er skemmst frá því að segja að liðið tapaði öllum leikjum sínum, markahlutfallið var 62:235.954 Annað lið úr UMSK, Grótta á Seltjarnarnesi, sigraði í riðlinum. Ári síðar hafnaði lið Stjörnunnar í neðsta sæti og féll í 3. deild sem kom til sögunnar á því ári. En fall er fararheill og næsta vetur bættu Stjörnumenn ráð sitt og unnu alla sína leiki í 3. deild. Um þetta leyti tóku yngri flokkar Stjörnunnar þátt í UMSK-mótum, ýmsir komu að þjálfun hjá félaginu, þar á meðal Ingvar Viktorsson, síðar bæjarstjóri í Hafnarfirði. Þórarinn Sigurðsson tók við af Eyjólfi Bragasyni sem formaður deildarinnar, aftur varð Stjarnan Íslandsmeistari í 3. deild árið 1976, allan 8. áratuginn var liðið ýmist í 2. eða 3. deild. Meistaraflokkur Stjörnukvenna mætti síðar til leiks en karlpeningurinn. Skortur á æfingaaðstöðu varð dragbítur á framförum, oft þurfti að leita út fyrir sveitarfélagið til að fá „gólfpláss“ og jafnvel þurftu stúlkurnar að víkja fyrir strákunum í baráttunni um lausa tíma. Stjörnustúlkur hófu þátttöku í Íslandsmótinu í yngri flokkunum með misjöfnum árangri, árið 1984 var Margrét Theodórsdóttir spilandi þjálfari með meistaraflokki Stjörnunnar og fyrsta konan hérlendis sem þjálfaði meistaraflokk. Árið 1986 komst liðið upp í 1. deild undir stjórn Gústafs A. Björnssonar, það varð bikarmeistari árið 1989, hafði tvisvar áður komist í bikarúrslit, 1986 og 1988, en lotið í lægra haldi í bæði skiptin. Komst reyndar einnig í bikarúrslit 1990 og 1991 en tapaði í bæði skiptin gegn firnasterku Framliði. Markviss uppbygging á íþróttamannvirkjum í Garðabæ síðustu áratugina hefur verið lykillinn að stórstígum framförum í handknattleik og reyndar öllum íþróttagreinum. Handboltafólk úr Stjörnunni gat æft og keppt á heimavelli, félagið byggði upp öflugt starf í yngri flokkunum, fyrstu tveir Íslandsmeistaratitlarnir hjá piltunum komu í hús árið 1983, tveimur árum síðar komst 3. flokkur í úrslit, meðal leikmanna Stjörnunnar í því liði var Guðni Th. Jóhannesson, síðar forseti Íslands. Margir þekktir handknattleiksmenn hafa þjálfað hjá Stjörnunni, ýmist í karla- eða kvennaflokki, hér koma nokkur nöfn til viðbótar þeim sem þegar hafa verið nefnd: Stjörnustrákar árið 1982 á UMSK-móti sem haldið var í íþróttahúsinu á Varmá í Mosfellssveit.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==