Aldarsaga UMSK 1922-2022

645 Reykjavíkur og nokkrir strákar tóku sig gjarnan saman og fóru með Hafnarfjarðarstrætó. Hilmar hafði líka forgöngu um að við fórum að keppa við jafnaldra okkar í Laugarnesskóla og Melaskóla og það þótti mikil tilbreyting. Ég man líka eftir því hversu stoltir við urðum þegar það var tilkynnt að Hilmar væri orðinn landsliðsþjálfari, þá 21 árs, og létum þess gjarnan getið ef við fengum tækifæri til að hann hefði nú svo sem verið kennarinn okkar.“950 Líkt og víðar var húsnæðisskortur eitt stærsta ljónið í handboltaveginum hjá Stjörnunni, um skeið voru æfingar á sunnudagsmorgnum í Hálogalandsbragganum sem söng brátt sitt síðasta vers, hann var rifinn árið 1970. Hilmar þjálfaði einnig stúlkurnar í Garðahreppi, ein þeirra var Alda Helgadóttir sem segir: „Ég spilaði handbolta með Stjörnunni á árunum 1964–1965 í 2. flokki kvenna undir stjórn Hilmars, ég var valin í UMSK-liðið fyrir landsmótið á Laugarvatni 1965, 14 ára gömul, en komst ekki vegna heimilisaðstæðna.“951 Alda keppti fyrir Stjörnuna í frjálsum íþróttum en Breiðablik í handknattleik þar sem hún var ein af burðarstoðum liðsins, einnig lék hún með íslenska landsliðinu. Flestar stúlkurnar í UMSK-liðinu voru úr Breiðabliki og náði liðið afbragðsárangri á landsmótum UMFÍ, sjá nánar í umfjöllun um landsmótin í þessari bók. Árið 1972 voru íbúar í Garðahreppi 3373.952 Um það leyti var Stjarnan að eflast sem íþróttafélag, þrjár deildir höfðu verið stofnaðar: Knattspyrnudeild, handknattleiksdeild og frjálsíþróttadeild. Árið 1972 gaf Stjarnan Stjörnupiltar á handboltaæfingu í barnaskólanum í Garðahreppi snemma á 7. áratugnum, fyrir tíma hinna stóru íþróttahúsa. Markið var úr vatnsrörum, múrað fast við vegginn og ekkert rými fyrir marknet. Hörður Ingólfsson íþróttakennari er lengst til vinstri á myndinni. Vítabani í Garðahreppi Í Handknattleiksbókinni eftir Steinar J. Lúðvíksson er greint frá vítabana í Garðahreppi árið 1972: „Þegar Akureyrarliðið Þór og Stjarnan úr Garðahreppi mættust í 2. deildar keppninni norður á Akureyri voru dæmd hvorki fleiri né færri en 13 vítaköst á Garðahreppsliðið. Ekki var uppskera Þórs þó mikil. Tvívegis brenndu skytturnar af og markvörður Stjörnunnar, Kristinn Rafnsson, varði 8 vítakastanna. Voru flestir leikmanna Þórs búnir að reyna sig og varð að lokum þrautaráðið að markvörður liðsins tæki vítin og tókst þá loks að skora.“949

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==