Aldarsaga UMSK 1922-2022

644 Einar Þorvarðarson, fyrrum HK-maður, stóð á milli stanganna hjá Val og varði 21 skot. Þjálfari Breiðabliks var Geir Hallsteinsson sem sagði eftir leikinn að taugaveiklun hefði einkennt leik sinna manna og allt sem gera átti hefði brugðist hjá þeim.947 Keppnistímabilið 1987–1988 var meistaraflokkur karla í toppbaráttu allan veturinn og hafnaði í 4. sæti. Guðmundur Hrafnkelsson varði Blikamarkið og einnig landsliðsmarkið. Heimavöllur liðsins í Digranesi var sterkur. Uppbygging kvennahandboltans var til staðar hjá Blikum, 4. flokkur kvenna hafnaði í 3. sæti Íslandsmótsins. 1989. Meistaraflokkur karla varð fyrir skakkaföllum og leikmenn reru á önnur mið. Uppbygging í meistaraflokki kvenna hélt áfram, Guðmundur Hrafnkelsson var valinn í A-landsliðið. 1990–1991. Meistaraflokkur karla vann sig upp í 1. deild. Starfið í kvennaflokki gekk ekki eins vel. 1992. Meistaraflokkur karla féll niður í 2. deild. 1992–1993. Handboltanámskeið haldin fyrir yngstu aldursflokkana. Meistaraflokkur karla lék áfram í 2. deild. 1993–1994. Unglingastarfið var öflugt, fjölgun í handknattleiksdeildinni um 100 manns. 1994–1995. Stuðningsmannaklúbburinn Blikinn stofnaður, hann var fjárhagslegur bakhjarl fyrir handboltadeild félagsins. Einnig var Kvennaklúbburinn stofnaður sem var einkum félagslegur bakhjarl fyrir handboltaiðkendur. Handknattleiksdeildin starfrækti handboltaskóla fyrir yngstu iðkendurna, skólastjóri var Guðmundur Hrafnkelsson. 1996–1997. 13 flokkar tóku þátt í Íslandsmótinu með misjöfnum árangri. Meistaraflokkur karla vann sig upp í fyrstu deild. 1997–1998. Meistaraflokkur karla féll aftur niður í 2. deild. 1998–1999. 2. flokkur karla komst í undanúrslit í bikarkeppni HSÍ. Mál þróuðust þannig í Kópavogi að handknattleikur var aflagður innan Breiðabliks og handknattleiksdeild félagsins starfar ekki lengur. Að einhverju leyti hefur HK fyllt það handboltaskarð. Ungmennafélagið Stjarnan Snemma á 7. áratugnum hófu krakkar í Garðahreppi að æfa handbolta á grasvelli við barnaskólann, sett voru upp mörk, völlurinn merktur og árið 1962 hófust þar skipulagðar æfingar undir stjórn Einars Hjartarsonar sem var þekktur knattspyrnudómari í eina tíð. Hilmar Björnsson íþróttakennari hafði mikil áhrif á upphafsskeið handboltans í hreppnum, sumarið 1966 annaðist hann íþrótta- og leikjanámskeið þar, þá var hann nýútskrifaður íþróttakennari frá Laugarvatni og kunnur handknattleiksmaður úr KR. Hilmar varð íþróttakennari við barnaskólann í Garðahreppi 1966–1970 og kveikti handboltaneistann hjá ungum Garðbæingum. Einn þeirra var Eyjólfur Bragason sem sagði áratugum síðar: „Fljótlega eftir að hann [Hilmar] hóf störf sem íþróttakennari í skólanum kom til sögunnar það rými sem við kölluðum salinn og hann fór að kenna okkur handknattleik. Það jók áhuga okkar að fylgjast með því sem var að gerast og ég og fleiri fórum að fara inn í Reykjavík til þess að horfa á leiki. Ég minnist þess er ég kom í fyrsta sinn í Laugardalshöllina. Það lá við að maður fengi víðáttubrjálæði. Það var töluvert ferðalag fyrir krakka að fara til Den farligste spelleren Alda Helgadóttir keppti fyrst á landsmóti UMFÍ á Eiðum sumarið 1968, hún var í handknattleiksliði UMSK sem hafnaði í 2. sæti á eftir UÍA. UMSKstúlkurnar voru flestar úr Breiðabliki, keppnin fór fram á grasvelli en hinsvegar höfðu þær æft fyrir mótið í nýju íþróttahúsi á Seltjarnarnesi. Ég keppti á mörgum landsmótum, sagði Alda í viðtali haustið 2022, þau voru öll minnisstæð, ekki síst mótið á Akranesi sumarið 1975 þegar UMSK sigraði í heildarstigakeppninni. Ég keppti síðast í handbolta fyrir UMSK á landsmótinu á Húsavík árið 1987. En hvenær hófst þú að leika með landsliðinu? Ég var valin í unglingalandsliðið árið 1969 fyrir leik gegn Svíum. Árið 1973 var ég komin í A-landsliðið sem tók þátt í Norðurlandamótinu í Finnlandi, á leiðinni þangað spiluðum við gestaleik gegn Norðmönnum, leikurinn fór 19–11 fyrir Noreg. Ég skoraði fimm mörk í leiknum, það var mikið skrifað um þennan leik og sagt um mig: „Den farligste spelleren var Alda Helgadóttir, som med sin lange skuddarm var farlig på halvdistanse …“948

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==