Aldarsaga UMSK 1922-2022

643 og bætti stórlega úr íþróttahúsaskortinum í Kópavogi. Sama ár kom upp afar sérstakt mál innan Breiðabliks, frá því segir í „Breiðabliksormi“ sem er ágrip af sögu Breiðabliks 1950–1998 í rafrænu formi: „Meistaraflokkur karla lenti í óvenjulegri stöðu. Hann hafnaði í 3. sæti í 2. deild og komst í úrslitakeppni um sæti í efstu deild. Liðinu gekk vel í henni og virtist ekkert geta komið í veg fyrir langþráð sæti meðal þeirra bestu. Þá kom óvænt sending að norðan. KA kærði leik Breiðabliks og Gróttu og taldi að Pétur Jóhannesson, leikmaður og þjálfari Breiðabliks, hefði verið ólöglegur. Daginn eftir leikinn á móti Gróttu hafði borist símskeyti frá aganefnd HSÍ þar sem Pétur var dæmdur í fjögurra leikja bann. Á óskiljanlegan hátt tók dómstóll HSÍ kæru norðanmanna til greina og dæmdi leikinn tapaðan og þar með Breiðablik til að spila í 2. deild. Mikill áhugi var meðal meistaraflokksmanna og var Bogdan Kowalczyk, sem hafði náð frábærum árangri með Víking síðustu fimm árin, ráðinn þjálfari [fyrir] meistaraflokk karla, 2. flokk og 5. flokk karla. Eftir fyrstu umferð í Íslandsmóti um haustið hættu flestir leikmenn 2. flokks.“945 Um svipað leyti og meistaraflokkur karla hjá Breiðabliki lenti í þessum hremmingum dofnaði yfir handboltanum í meistaraflokki kvenna. Haustið 1982 tók hann ekki þátt í Íslandsmótinu en Guðríður Guðjónsdóttir þjálfaði 2. og 3. flokk. Í heimild frá árinu 1982 kemur vel í ljós að ástandið í húsnæðismálunum tók sinn toll: „Stúlkurnar í Breiðabliki þóttu snjallar fyrir allmörgum árum og urðu einu sinni Íslandsmeistarar utanhúss. Nú hefur sá flokkur verið lagður niður um sinn. Deildin þarf í raun á að halda 35 tímum til æfinga á viku, en fær aðeins 20. Sá flokkur sem augu manna beinast helst að þessa stundina er ágætur 3. flokkur, en 5. flokkur þykir líka mjög efnilegur. Um 120 virkir félagar eru í deildinni.“946 Hér fer á eftir handboltaannáll Breiðbliks fyrir síðustu 15 ár 20. aldar, aðalheimild hans er fyrrnefndur Breiðabliksormur. 1985. Meistaraflokkur karla lék í efstu deild en fékk aðeins þrjú stig og féll niður um deild. Lítill áhugi var hjá meistaraflokki kvenna og mætti hann ekki til leiks á Íslandsmótinu um haustið. 1986. Karlalið Breiðabliks stóð uppi sem sigurvegari í 2. deild og vann sig upp í 1. deild. Geir Hallsteinsson var þjálfari liðsins. 1987. Meistaraflokkur kvenna tók þátt í Íslandsmótinu á nýjan leik og meistaraflokkur karla náði afbragðsárangri í efstu deild, hafnaði í 2. sæti og öðlaðist þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða. Góður árangur glæddi aðsókn á leiki og starfið í yngri flokkunum var einnig líflegt. Dvöl meistaraflokks karla í efstu deild varð ekki til langframa, fimm árum síðar vann Breiðablik sig aftur upp í efstu deild og reyndar einnig HK í það skiptið. 1988. Karlalið Breiðabliks náði þeim glæsilega árangri að komast í úrslit í bikarkeppni HSÍ, í undanúrslitum sigruðu Blikarnir Framara þar sem Hans Guðmundsson var óstöðvandi hjá Blikum og skoraði tólf mörk. Eftirvæntingin jókst og næst var komið að úrslitaleiknum gegn Val. Þar reyndust Blikar vera yfirspenntir og auðveld bráð fyrir sterka Valsmenn, Íþróttahúsið við Kársnesskóla, vígt árið 1970, var fyrsta nútímalega íþróttahúsið í Kópavogi og mikil lyftistöng fyrir handboltann í bænum. Breiðablik æfði þar mikið á sínum tíma, húsið var þó ekki löglegt keppnishús því þar skorti rými fyrir áhorfendur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==