Aldarsaga UMSK 1922-2022

642 íþróttakennari kenndi hann í leikfimitímum í Kópavogsskóla árið 1957. Sama ár hófust æfingar í handknattleik stúlkna og árið 1959 héldu þær í keppnisferð til Akureyrar og Húsavíkur. Árið 1961 kepptu Breiðabliksstúlkur við hafnfirskar stúlkur, þá um haustið hóf karlaflokkur æfingar „… og þar fékk margur frækinn handknattleiksmaðurinn sína fyrstu tilsögn,“ segir í 25 ára afmælisriti Breiðabliks.940Á landsmóti UMFÍ á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu sumarið 1961 var UMSK-liðið eingöngu skipað stúlkum úr Breiðabliki og fór það með sigur af hólmi á mótinu. Það sama haust voru æfingar í nær öllum flokkum karla og kvenna hjá Breiðabliki og þjálfaði Frímann Gunnlaugsson keppnisfólkið. Handknattleiksdeild var að mótast innan Breiðabliks og var hún stofnuð formlega árið 1962 undir formennsku Björgvins Guðmundssonar. Á 7. áratugnum náðu handboltastúlkur úr Breiðabliki miklu flugi, þær æfðu og kepptu utandyra, kepptu á landsmótum UMFÍ fyrir UMSK, tóku þátt í Íslandsmótinu með góðum árangri og urðu Íslandsmeistarar í 2. deild árið 1967. Nokkrar þeirra léku með unglingalandsliðinu og landsliðinu á þessu tímaskeiði: Edda Halldórsdóttir, Heiður Gunnarsdóttir, Sigrún Ingólfsdóttir, Alda Helgadóttir, Kristín Jónsdóttir og Arndís Björnsdóttir.941 Árið 1969 tók að lifna verulega yfir handboltaiðkun pilta í félaginu. Þeir tóku þátt í Íslandsmótinu árið 1970, það sama ár var íþróttahúsið á Kársnesi vígt sem boðaði tímamót í boltasögu Kópavogs og UMSK. Handboltinn innan Breiðabliks efldist, jafnt í karlaflokki, kvennaflokki og yngri flokkunum, samkeppnin var einnig tekin að harðna. Á Íslandsmótinu 1970 kepptu sex lið í meistaraflokki kvenna í 1. deild, öll voru þau úr Reykjavík nema Breiðablik sem hafnaði í neðsta sæti, tapaði öllum leikjum sínum og féll í 2. deild. Árið 1974 fór keppnin fram í tveimur riðlum, Suðurlandsriðli og Norðurlandsriðli, Breiðablik sigraði í fyrrnefnda riðlinum og keppti um sæti í 1. deild við Völsung á Húsavík og hafði betur. Árið 1976 féll liðið aftur niður í 2. deild en gerði þar stuttan stans, um svipað leyti var starfið í yngri flokkum pilta að eflast. Samkeppnin um æfingapláss jókst á 8. áratugnum, HK var komið til sögunnar og Kársneshúsið annaði engan veginn eftirspurn í þeirri boltabylgju sem reið yfir Kópavog á meðan íbúum fjölgaði ört, árið 1980 voru þeir tæplega 14 þúsund.942 Það sama ár fagnaði Breiðablik 30 ára afmæli sínu og formaður handknattleiksdeildarinnar var ómyrkur í máli í afmælisriti félagsins þar sem hann ræddi um húsnæðismál innan Breiðabliks: „Það má því segja að síðustu 8 ár hafi ríkt algjört ófremdarástand í húsnæðismálum hjá handboltafólki UBK. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Íþróttahús v/ Kársnesskóla er eingöngu nothæft til æfinga. Áhorfendaaðstaða er þar engin og húsið því ekki löglegt sem keppnishús. Allan þennan tíma hefur deildin þurft að treysta á vinsemd nágrannasveitarfélaganna, fyrst Seltjarnarness, þá Garðabæjar og loks Mosfellssveitar þar sem deildin fær nú inni með alla sína heimaleiki.“943 Árið 1982 kom út kynningarbæklingur um íþróttir og útilíf í Kópavogi, þá var húsnæðisvandinn enn yfirþyrmandi með óæskilegum afleiðingum fyrir Breiðablik, þar segir: „Greinilegt er að ungir Kópavogsbúar fara yfir til Reykjavíkurfélaganna þar sem aðstaða til æfinga og keppni er í lagi.“944 Íþróttahúsið í Digranesi kom til sögunnar árið 1983 Ungir handknattleiksmenn úr Breiðabliki árið 1982 ásamt þjálfara sínum, Kristjáni Halldórssyni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==