640 Stuðningsmenn deildarinnar hafa myndað félagsskapinn Rothöggið og segir frá því á heimasíðu Aftureldingar: „Tilgangur klúbbsins er fyrst og fremst að standa við bakið á handknattleik í Aftureldingu, bæði afreksstarfi meistaraflokka sem og yngri flokka félagsins. Öflugt stuðningsnet fólks sem vill sjá handknattleik í Aftureldingu þróast og eflast um ókomin ár.“938 Hinn 11. apríl 2023 náði Afturelding 124 ára aldri og er meðal elstu starfandi ungmennafélaga landsins. Svo skemmtilega vildi til að þennan afmælisdag var fyrsti hluti þáttaraðarinnar „Afturelding“ sýndur í ríkissjónvarpinu. Söguþráður þáttanna er skáldskapur en þeir fjalla um kvennahandboltann í Aftureldingu í mjög víðu samhengi. Sögusviðið er að mestu leyti í Mosfellsbæ, meðal annars í íþróttahúsinu á Varmá. Þáttaröðin vakti óskipta athygli þjóðarinnar og félagið komst óvænt í kastljósið á meðan sýningar stóðu yfir. Ungmennafélagið Breiðablik Strax eftir stofnun Breiðabliks árið 1950 var þess freistað að hefja handboltaæfingar með skipulögðum hætti en það tókst ekki eins og vonir stóðu til. Upphaf handboltans í Kópavogi má rekja til þess að Hörður Ingólfsson Hluti af liði UMFA í meistaraflokki karla árið 2015 þegar liðið komst í undanúrslit í 1. deild. Sjónvarpsþáttaröðin Afturelding vakti landsathygli árið 2023 og samnefnt félag komst í kastljósið af þeim sökum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==