64 verndað níð. Úr þessu varð mikil rimma þeirra á milli niðri í útvarpshúsi sem lauk með því að Helgi lét vísa Grími burtu með lögregluvaldi. Grímur lét sig hvergi og hafði gaman af. Helgi talaði aldrei við hann eftir þetta og um það sagði Grímur síðar: „Þegar hundar fljúgast á í réttum og annar lætur í minni pokann þá vill hann aldrei fara í hinn aftur.“ Hann gaf út bækling með lýsingu á átökunum við Helga sem seldist í 2000 eintökum á götum Reykjavíkur. Í framhaldi af þessu lagði Grímur fram endurbætur á glímulögum á þingi UMSK 1938 sem voru samþykktar einróma og færðar ÍSÍ til úrvinnslu. Í viðtali við söguritara 1991 sagði Grímur nokkuð frá glímuferli sínum sem spannaði 14 ár. Minnisstæðastan af öllum sínum glímubræðrum sagði hann vera Þorgeir Jónsson í Varmadal, síðar bónda í Gufunesi: Hann var engum líkur. Einu sinni vorum við að glíma í keppni og Geiri átti náttúrlega í öllum höndum við mig. Hann var þá bara að leika sér og draga glímuna á langinn. Ég var búinn að leggja nokkra og var óþreyttur og allt í einu næ ég á honum helvíti góðum hægri á hægri krók. Ég þekki engan mann sem ekki hefði legið á þessu bragði. En um leið og Geiri finnur að hann er fastur í bragðinu, þá bregður hann við eldsnöggt, verður mjúkur eins og smjör og er um leið kominn í vörn og laus úr bragðinu. Þetta voru svo skjót umskipti að það var alveg furðulegt. Hefði hann eitthvað tregðast við eða tekið á móti hefði hann ugglaust legið. Þá sagði hann við mig: „Þú varst nærri búinn að leggja mig helvítið þitt.“ En eftir þetta slapp ég nú vel með að fá byltuna fljótt! Eini maðurinn sem ég hef glímt við á grjótÁgúst Jónsson í Varmadal og Þorgils Guðmundsson á Valdastöðum bíða eftir úrskurði dómara í Íslandsglímunni 1920. Þorgils sigraði í viðureign þeirra. Þrír efstu menn í konungsglímunni á Þingvöllum 1907. Jóhannes Jósefsson, Guðmundur Stefánsson og sigurvegarinn, Hallgrímur Benediktsson, með birkigrein sem átti að tákna lárviðarsveig. Þessir kappar glímdu Íslandsglímuna 1919: Þorgils Guðmundsson á Valdastöðum, Bjarni Bjarnason, síðar skólastjóri á Laugarvatni, Tryggvi Gunnarsson glímukóngur, Sigurjón Pétursson á Álafossi og Magnús Gunnarsson, síðar bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==