Aldarsaga UMSK 1922-2022

638 steinsson. Meistaraflokkur karla vann sig upp í 1. deild árið 1993 og varð deildarmeistari 1997, 1999 og 2000. Þetta blómaskeið náði hápunkti árið 1999 þegar meistaraflokkur karla vann þrjá titla undir stjórn þjálfarans Skúla Gunnsteinssonar. Liðið varð bæði deildarmeistari, Íslandsmeistari og bikarmeistari á því ári og ekki spillti það gleðinni að Afturelding náði níræðisaldri þá um vorið. Úrslitaleikurinn á Íslandsmótinu gegn FH í Kaplakrika verður lengi í minnum hafður, 2300 áhorfendur mættu og gífurleg stemning myndaðist, maður leiksins 2. flokkur karla hjá UMFA veturinn 1976–1977, í fremri röð eru, talið frá vinstri: Steinar Tómasson, Ólafur Sigurjónsson, Þorvaldur Hreinsson, Gunnar Freyr Stefánsson og Heiðar Jón Hannesson. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Steinar Bjarni Sigvaldason, Eyjólfur Jónsson, Pétur Þór Gunnarsson, Haukur Níelsson og Magnús Guðmundsson. Fínt trimm og góður félagsskapur, segir Svava Ýr Árið 1982 var Svava Ýr Baldvinsdóttir fyrirliði í 2. flokki kvenna hjá Aftureldingu sem æfði í íþróttahúsinu nýja á Varmá. Í viðtali við bæjarblaðið Mosfellspóstinn þá um vorið var hún spurð að því hvernig hefði gengið í kvennaboltanum á nýliðnum vetri. Svava Ýr svaraði: „Það hefur gengið frekar illa. Við lékum 18 leiki í Íslandsmótinu, unnum 4 og gerðum 1 jafntefli. Hvernig finnst þér aðstaðan í íþróttahúsinu? Mjög góð aðstaða, gott hús, stórt og bjart miðað við sum skólaíþróttahúsin, sem við höfum keppt í, sem eru sum bæði lítil og þröng. Er þetta ekki ágætis trimm að æfa handbolta? Jú, jú, þetta er fínt trimm og góður félagsskapur og mér finnst það nauðsynlegt að fólk stundi einhverjar íþróttir. Takið þið vel á móti þeim stúlkum, sem vildu byrja að æfa? Jú, jú opnum örmum ef þær vilja bara láta sjá sig, en enginn verður óbarinn biskup.“934 Svava Ýr varð síðar íþróttakennari, einnig Íslandsmeistari í handknattleik með Víkingi og landsliðskona, hún stýrði ásamt fleirum Íþróttaskóla barnanna á Varmá um árabil. Svava Ýr (til vinstri) tekur við Gulrótinni, lýðheilsuviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2017. Til hægri er Ólöf Sívertsen, verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==