Aldarsaga UMSK 1922-2022

637 þegar hafin. Væntum við góðs árangurs hjá okkar fólki í vetur og í framtíðinni. Til hamingju með húsið, Mosfellingar. Áfram Afturelding.“933 Það var greinilega hugur í stjórnarmönnum deildarinnar, næstu árin kom Davíð B. Sigurðsson mikið að þjálfun hjá félaginu, hann æfði nær alla yngri flokkana og einnig meistaraflokk kvenna. Já, handboltinn blómstraði í sveitinni, þökk sé meðal annars íþróttahúsinu nýja, aðstöðuleysið utandyra bitnaði meira á frjálsum íþróttum og knattspyrnunni. Árið 1973 kom 3. deild til sögunnar í meistaraflokki karla, Afturelding sendi lið til keppni og félagið vann sig upp í 2. deild árið 1979 undir stjórn Péturs Jóhannessonar. Úrslitin voru kunn um svipað leyti og Afturelding fagnaði 70 ára afmæli sínu og var sigurinn kærkomin afmælisgjöf. Liðið hélt sæti sínu í 2. deild til ársins 1983, féll þá niður í 3. deild, gerði þar stuttan stans og komst aftur upp í 2. deild undir stjórn Axels Axelssonar. Aftur varð meistaraflokkurinn að bíta í það súra epli að falla niður í 3. deild, árið 1988, og olli það nokkurri upplausn í herbúðum UMFA. Um miðjan 8. áratuginn kviknaði sú hugmynd að útnefna íþróttamann Aftureldingar, starf félagsins var að eflast og þrjár deildir höfðu tekið til starfa: Handknattleiksdeild, knattspyrnudeild og frjálsíþróttadeild. Lárus Halldórsson, fyrirliði meistaraflokks UMFA, í handknattleik varð fyrstur til að hljóta þetta sæmdarheiti, hér er listi yfir handknattleiksfólk sem hefur orðið íþróttamenn Aftureldingar: Lárus Halldórsson, 1975. Emil B. Karlsson, 1979. Sigurjón Eiríksson, 1981. Steinar Tómasson, 1982. Róbert Sighvatsson, 1993. Bjarki Sigurðsson, 1999. Gintaras Savukynas, 2000. Einar Ingi Hrafnsson, 2003. Hilmar Stefánsson, 2007. Jóhann Jóhannsson, 2013. Örn Ingi Bjarkason, 2014. Pétur Júníusson, 2015. Árni Bragi Eyjólfsson, 2016. Þóra María Sigurjónsdóttir, 2019. Guðmundur Árni Ólafsson, 2020. Sumarið 1987 fékk Mosfellshreppur kaupstaðarréttindi og nafn sveitarfélagsins breyttist í Mosfellsbæ. Síðustu áratugina hefur mikil fólksfjölgun verið í bæjarfélaginu sem hefur skilað sér í öflugra íþróttastarfi, handboltinn er þar ekki undanskilinn, vegur greinarinnar hefur vaxið jafnt og þétt. Mikil uppsveifla var í UMFA á 10. áratugnum, öflug stjórn var mynduð, Jóhann Guðjónsson var formaður hennar í 13 ár (1990–2003), enda oft kallaður Jói formaður. Leikmennirnir voru ötulir við að afla fjár í ferðasjóð, þeir tóku til dæmis að sér að mála Hlégarð að utan, naglhreinsa timbur og annast grillveislu í tilefni af tíu ára afmæli Mosfellsbæjar árið 1997. Nýir þjálfarar komu til sögunnar hjá félaginu: Þorbergur Aðalsteinsson, Guðmundur Guðmundsson og Skúli GunnHandknattleikslið Aftureldingar veturinn 1974–1975, í fremri röð frá vinstri eru: Ingvar Hreinsson, Haukur Níelsson og Magnús Guðmundsson. Standandi frá vinstri eru: Ingólfur Árnason, fyrsti formaður handknattleiksdeildar UMFA, Stefán Tryggvason, Sveinn Jónsson, Lárus Jónsson, Ágúst Tómasson og Davíð B. Sigurðsson.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==