Aldarsaga UMSK 1922-2022

636 Grétar Vilmundarson 1987, einnig fyrir knattspyrnu. Jóhannes Geir Benjamínsson 2002. Kristján Guðlaugsson 1997. Magnús Margeirsson 2002, einnig fyrir knattspyrnu. Magnús Sigurðsson 2002. Stefán Örn Stefánsson 1997, einnig fyrir knattspyrnu. Þorsteinn J. Stefánsson 1997. Ungmennafélagið Afturelding Á 7. áratugnum var dauft yfir handknattleiknum í henni Mosfellssveit, eftir öflugt blómaskeið sem greint er frá framar í bókinni. Um 1970 óx áhuginn á ný innan Aftureldingar, þótt ekkert íþróttahús væri til staðar í sveitarfélaginu og sækja þyrfti æfingar í Árbæ, á Seltjarnarnes eða Kársnes í Kópavogi. Handknattleiksdeild Aftureldingar var stofnuð árið 1973, þar komu mikið við sögu þeir Davíð B. Sigurðsson og Ingólfur Árnason sem hafa verið kallaðir guðfeður hins nýja handboltaskeiðs í Mosfellssveit, þeir fengu báðir gullmerki Aftureldingar árið 1999. Ingólfur ritaði í UMSK-blaðið árið 1974: „Sumarið 1973 ræddum við Davíð margoft þau vandamál, sem handknattleikur hér á við að stríða. Um haustið komu til mín tveir strákar úr liðinu og báðu mig um að hjálpa þeim og lét ég tilleiðast. Ræddi ég síðan við Davíð og urðum við ásáttir um að stofna þyrfti handknattleiksdeild innan UMFA. Stjórn UMFA tók málaleitan okkar vel og var deildin stofnuð. Stjórn deildarinnar er skipuð eftirtöldum mönnum: Ingólfur Árnason formaður, Níels Hauksson varaformaður, Andrés Ólafsson gjaldkeri, Bernhard Linn ritari, og Davíð Sigurðsson meðstjórnandi. Af þessum fimm mönnum er aðeins einn sem hefur æft og spilað handbolta.“932 Þótt handknattleiksdeildin væri komin vantaði enn íþróttahús í sveitina, liðsmenn héldu áfram að sækja æfingar út fyrir bæjarfélagið, jafnvel suður í Garðabæ og í Haukahúsið í Hafnarfirði, þeir æfðu utandyra við Varmárskóla og stunduðu þrekæfingar í Hlégarði. Mesta áherslan var lögð á meistaraflokk karla, sem hóf að blanda sér í toppbaráttuna í 3. deild Íslandsmótsins. Mikil tímamót urðu í sögu Mosfellsbæjar þegar fyrsta íþróttahús bæjarins var vígt 4. desember 1977, Ingólfur Árnason ritaði í leikjaskrá handknattleiksdeildarinnar: „En nú er brotið blað í sögu vorri, því hér er risið eitt hið glæsilegasta íþróttahús landsins, og fólksfjölgun hefur orðið mikil í sveitinni á síðustu árum, svo nú skortir hvorki húsnæði né iðkendur. Við höfum ráðið þjálfara fyrir alla flokka og er þjálfun Meistaraflokkur Aftureldingar 1968–1969 þegar handboltinn var að taka flugið á ný innan félagsins, eftir að hafa verið í nokkrum öldudal um skeið. Í fremri röð eru, talið frá vinstri: Örlygur Jessen á Borg, Kristján Einarsson í Reykjadal. Magnús Guðmundsson á Brúarlandi, Guðmundur Pétursson, Bernhard Linn í Ullarnesi, Jónas Þór á Blómvangi, Teitur Lárusson og Hans Kristensen á Teigi. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Gunnar Rúnar Magnússon á Reykjabraut, Jón Ólafur Þorsteinsson á Reykjum, Flemming Jessen á Borg, Sveinn Frímannsson á Blómsturvöllum, Hans Gíslason í Hlíðartúni, Guðmundur Jónsson á Reykjum, Kristján Hermannsson á Helgastöðum, Guðmundur Davíðsson og Ómar Runólfsson. Jón M. Guðmundsson á Reykjum tók myndina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==