Aldarsaga UMSK 1922-2022

635 vannst árið 2015 þegar þær háðu úrslitaeinvígið í 1. deild við annað lið úr UMSK: Stjörnuna í Garðabæ. Staðan var 2–1 fyrir Gróttu í einvíginu og gat liðið þess vegna landað titlinum í fjórða leiknum sem fór fram í Garðabæ. Sagt er frá leiknum í sögu Stjörnunnar: „Tæplega þúsund manns fylltu áhorfendasvæðið í Mýrinni og var stemmningin á leiknum engu lík. Stjarnan var yfir, 13:10, í hálfleik og hélt forystunni fram undir lokin er taugaveiklun virtist grípa um sig í liðinu og það nýtti ekki góð færi sín. Grótta gekk á lagið og þegar leiktíminn var að renna út var staðan 23:23 og Grótta í sókn. Á síðustu andartökum leiksins tókst hinni 15 ára Lovísu Thompson að eygja smugu í Stjörnuvörninni, renna sér í gegn og skora sigurmarkið. Gífurlegur fögnuður braust út meðal áhangenda Gróttu en Garðbæingar voru heldur niðurlútir enda þetta þriðja árið sem titillinn gekk þeim úr greipum á síðustu stundu.“930 Stjörnustúlkurnar náðu reyndar fram hefndum gegn Gróttu í bikarúrslitaleik árið 2016 þar sem þær fóru með sigur af hólmi. Síðustu áratugina hefur handknattleikurinn hjá Gróttu blómgast, bæði hjá konum, körlum og í yngri flokkunum, allt niður í 9. flokk sem er fyrir 4–5 ára börn. Innan félagsins starfar barna- og unglingaráð, formaður handknattleiksdeildarinnar árið 2023 var Arnkell Bergmann Arnkelsson. Sérstakur verkefnastjóri er að störfum fyrir handboltasviðið, haustið 2023 sinntu um 30 manns þjálfun hjá Gróttu, ýmist sem aðalþjálfarar eða aðstoðarþjálfarar. Handknattleiksdeildin heldur bæði úti fésbókarsíðu og instagramsíðu, einnig er til staðar fésbókarsíða fyrir foreldra og þjálfara. Líkt og hjá mörgum öðrum íþróttafélögum fer skráning iðkenda fram í gegnum appið Sportabler og nýir iðkendur geta mætt á nokkrar æfingar án þess að greiða æfingagjöld á meðan þeir kynnast íþróttagreininni. Veffang félagsins er að sjálfsögðu grotta.is.931 Eftirtaldir einstaklingar hafa fengið gullmerki Gróttu fyrir störf að handknattleiksmálum innan félagsins, margir þeirra voru einnig heiðraðir fyrir framlag sitt til knattspyrnumála innan Gróttu. Axel Friðriksson 1987, einnig fyrir knattspyrnu. Ásgerður Halldórsdóttir 1987. Eyjólfur Garðarsson 2021, einnig fyrir knattspyrnu. Leikmenn Gróttu fagna sigri á handknattleiksmóti UMSK sem haldið var í Digranesi í Kópavogi haustið 2016. Piltar í handboltaskóla Gróttu árið 2015.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==