634 HK hefur markvisst verið unnið að því að skapa góðan félagsanda þvert á íþróttagreinar, hlutverk HK er skilgreint þannig á heimasíðu félagsins: „Hlutverk félagsins er að skapa umhverfi sem hvetur félagsmenn til að ná markmiðum sínum og skara fram úr í leik og starfi. Þannig er lagður grunnur að félagslegu, andlegu og líkamlegu heilbrigði einstaklingsins. Með því að gera honum kleift að finna sér hlutverk í félaginu, hvort sem er til ánægju eða afreka, og bera merki félagsins með stolti og virðingu.“926 Íþróttafélagið Grótta Stofnun Gróttu árið 1967 og vígsla íþróttahússins á Seltjarnarnesi ári síðar hleypti miklum krafti í íþróttalífið á Nesinu. Handknattleiksdeild Gróttu var stofnuð árið 1969 en þá höfðu nokkrir leikmenn úr nágrannaliðinu KR gengið til liðs við Gróttu. Deildin var sú fyrsta innan félagsins og Stefán Ágústsson var kosinn formaður. Árið 1970 keppti meistaraflokkur karla í 2. deild Íslandsmótsins sem þá var riðlaskipt milli Norðurlands og Suðurlands. Margir öflugir leikmenn voru í liðinu, til dæmis sagnfræðingurinn Árni Indriðason og skyttan Halldór Kristjánsson, sagt var að Halldór gæti narrað markmennina upp úr skónum með því að horfa á báðar stangirnar samtímis þegar hann tók vítaskot.927 Síðar sneri Árni sér að þjálfun, meðal annars hjá Gróttu. Hann sagði eitt sinn í blaðaviðtali að grunnurinn að íslenskum handbolta hefði verið lagður á Sturlungaöld þegar Íslendingar iðkuðu grjótkast af miklu kappi!928 Árið 1974 náði karlalið Gróttu þeim glæsilega árangri að komast upp í 1. deild eftir úrslitaleik við Þrótt. Þjálfari Gróttu var Þórarinn Ragnarsson sem var lengi leikmaður FH í handknattleik og frjálsíþróttaþjálfari hjá UMSK um skeið. Grótta var fyrsta karlaliðið innan UMSK sem bar sigur úr býtum í 2. deild Íslandsmótsins, ef undan er skilið lið Aftureldingar sem varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari í þeirri deild á 6. áratugnum. Gróttu tókst ekki að halda sæti sínu lengi í 1. deild, liðið féll niður í 2. deild og jafnvel í 3. deild þar sem félagið lék fjögur leiktímabil. Með þrautseigju tókst Gróttumönnum að vinna sig aftur upp í 1. deild þar sem þeir náðu 5. sæti árið 1988. Á 10. áratugnum lék félagið ýmist í 1. eða 2. deild, einn af liðsmönnum félagsins á því tímaskeiði var Guðjón Valur Sigurðsson sem er meðal öflugustu handknattleiksmanna Íslands fyrr og síðar. Árið 1997 urðu tímamót í sögu Gróttuhandboltans þegar handknattleiksdeildir Gróttu og KR sameinuðust undir nafninu Grótta/KR. Ólafur Lárusson var ráðinn þjálfari og Alexander Petersson frá Lettlandi æfði og keppti með liðinu. Hann átti aldeilis eftir að gera handboltagarðinn frægan, meðal annars með íslenska landsliðinu. Árið 2000 vann karlalið Gróttu/KR sig upp í 1. deild en sumarið 2005 slitnaði upp úr þessu samstarfi, þá voru leikmenn ekki lengur bundnir af samningum við Gróttu, þeir leituðu í önnur félög og meistaraflokkur Gróttu leystist upp. Það tókst þó að byggja upp nýtt Gróttulið sem mætti til leiks og sigraði í 2. deild karla árið 2009. Meistaraflokkur kvenna hóf keppni árið 1968 og komst upp í 1. deild árið 1989. Þar skorti ákveðna breidd leikmanna og svo fór að flokkurinn var lagður niður árið 1993.929 Þegar samvinna Gróttu og KR kom til sögunnar var kvennaliðið endurvakið og hóf keppni í Íslandsmótinu á ný. Liðið komst í bikarúrslit á árunum 2000, 2002 og 2005 en varð að lúta í lægra haldi í öll skiptin. Einn frækilegasti sigur Gróttustúlkna í meistaraflokki Meistaraflokkur Gróttukvenna sigraði á handknattleiksmóti UMSK árið 2012. Mótið fór fram í Digranesi í Kópavogi, með þeim á myndinni er Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==