Aldarsaga UMSK 1922-2022

633 deildina, fékk einu stigi meira en Afturelding og færðist upp í 2. deild.922 Meðal leikmanna HK var Karl Jóhannsson sem hafði á árum áður leikið með Ármanni og KR og tók núna þátt í Íslandsmótinu í 27. skiptið.923 HK gerði stuttan stans í 2. deild, stóð uppi sem sigurvegari vorið 1978 og var komið í 1. deild innan við áratug eftir að félagið var stofnað, ótrúlegur árangur hjá þessu kornunga félagi. Heimavöllur liðsins var í splunkunýju íþróttahúsi á Varmá í Mosfellssveit, Einar Þorvarðarson, einn af stofnendum HK, stóð í markinu og árið 1980 var hann vítabani ársins í 1. deild, varði 13 vítaskot. Tveimur árum síðar gekk Einar til liðs við Val, hann lék 227 leiki fyrir íslenska landsliðið. HK hélt áfram að vaxa og dafna, enn um sinn var vallarskortur vígalegt ljón í veginum en þegar íþróttahúsið í Digranesi kom til sögunnar varð það heimavöllur félagsins. Síðustu áratugina hefur handknattleikurinn verið afar öflugur innan HK, bæði í karlaflokki, kvennaflokki og yngri flokkunum, æfingar hafa farið fram í Digranesi, Fagralundi, Kársnesi, Kórnum og íþróttahúsi Lindaskóla. Meistaraflokkur karla hjá HK varð Íslandsmeistari í 2. deild á árunum 1989, 1991 og 1994 og árið 2012 varð liðið Íslandsmeistari í 1. deild, í fyrsta skipti í sögu félagsins. Karlaliðið varð bikarmeistari 2003 þegar 33 ár voru liðin frá stofnun félagsins, Magnús Gíslason sagði þegar bikarinn var kominn í hús: „Skyldi okkur strákana nokkru sinni hafa órað fyrir því að þetta ætti allt saman eftir að gerast og verða að veruleika … og nú árið 2003 náði lið HK þeim merka áfanga að verða bikarmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins og komnir í Evrópukeppni bikarhafa í annað sinn á tveimur árum.“924 Árið 2014 tók HK við rekstri íþróttamiðstöðvarinnar Kórsins við Vallakór í Kópavogi og þar er heimavöllur liðsins. Handknattleiksdeild félagsins er ein sú stærsta á landinu og einnig stærsta deildin innan HK með fleiri hundruð iðkendur á breiðu aldursbili. Hjá deildinni starfar bakhjarlasveit, hún heitir Hákarlarnir og styður við starfsemina, meðal annars með fjárframlögum. HK heldur úti öflugri heimasíðu (hk.is) með miklu myndefni, þar er umfjöllun um handknattleik skipt í eftirtalda undirflokka: – Skráning iðkenda. – Æfingatafla. – Æfingagjöld. – Þjálfarar. – Fréttir. – Stjórn. – Námskrá. – Meistaraflokkur karla. – Meistaraflokkur kvenna. – Foreldrahandbók. – Hákarlarnir – bakhjarlasveit handknattleiksdeildar. Í ársskýrslu handknattleiksdeildar HK fyrir árið 2022 er gott yfirlit yfir starfið og segir þar meðal annarra orða: „Meistaraflokkur kvenna spilaði í Olísdeildinni og enduðu stelpurnar í 8. sæti nú í vor sem þýðir fall og munu leika í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. … Karlaliðið spilaði í Grill 66 deildinni og voru strákarnir búnir að tryggja sér sigur í henni þegar nokkrar umferðir voru eftir. Liðið tapaði ekki leik og fer þar af leiðandi beint upp í Olísdeildina tímabilið 2023–24. … Sebastian Alexandersson og Guðfinnur Kristmannsson hafa þjálfað liðið ásamt ungmennaliðinu undanfarin tvö tímabil og er mikil ánægja með þeirra störf … Ungmennalið karla spilaði í 2. deild og vann hana nokkuð sannfærandi með 16 sigra og 1 tap í 18 leikjum. Á næsta tímabili mun HK í fyrsta skipti tefla fram liðum í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins. … Ungmennalið kvenna spilaði í Grill 66 deildinni og unnu 3 leiki af 16. Þar voru margar stelpur að stíga sín fyrstu skref og margar hverjar enn á grunnskólaaldri … Fjármálin hafa verið í ágætum farvegi, við höfum passað að fara ekki fram úr okkur. Í þessu eins og öðru þá er kostnaður alltaf að verða meiri og meiri og lausafjárstaða deildarinnar orðin veik. Markmið nýrrar stjórnar er að styrkja fjárhaginn til muna. … Handknattleiksdeildin er virkilega þakklát öllum sjálfboðaliðunum sem gefa tíma sinn til félagsins hvort sem það er í stjórn, ráðum eða á heimaleikjum. … Umgjörð félagsins er til fyrirmyndar og skorum við alltaf hæstu einkunn hjá HSÍ.“925 HK er fjölgreinafélag og sinnir einnig öðrum íþróttagreinum, til dæmis blaki, knattspyrnu og bandý. Innan Æfingar hefjast í janúar, auglýsing af heimasíðu HK.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==