Aldarsaga UMSK 1922-2022

631 1974 í íþróttahúsi Kársnesskóla. Þangað mættu keppendur frá framangreindum UMSK-félögum, keppt var í þremur aldursflokkum karla og tveimur aldursflokkum kvenna. Kvennalið UMSK keppti ævinlega á landsmótum UMFÍ, um árangur þar er vísað til umfjöllunar um landsmótin í þessari bók. Þegar nær dró síðustu aldamótum fækkaði UMSKmótum í handknattleik, þau lögðust síðan alfarið niður í nokkur ár en hófust aftur árið 2001. Að sama skapi efldust handknattleiksdeildir í einstaka félögum, handboltinn naut mikilla vinsælda í öllum aldursflokkum karla og kvenna, stærstu félögin, HK, Breiðablik, Grótta, Afturelding og Stjarnan, hafa óspart tekið þátt í mótum undir eigin merkjum. Á aldarafmæli UMSK árið 2022 var öflugt handknattleiksstarf í þeim öllum nema Breiðabliki. Ótal titlum hefur verið siglt í höfn síðustu áratugina, mikil afrek unnin, sigur og tap hafa kallað fram sterkar tilfinningar, gleðitár og önnur tár, eftir sitja góðar minningar og vinátta sem varir oft þar til yfir lýkur. Eftirsóttustu keppikeflin á handboltavellinum eru Íslandsmeistaratitill og bikarmeistaratitill, þeir hafa fallið UMSK-félögum 25 sinnum í skaut. Þar hefur Ungmennafélagið Stjarnan algjöra sérstöðu, hefur unnið þá 18 sinnum eins og sjá má á eftirfarandi yfirliti: Íslandsmeistarar Karlar 1999. Afturelding. 2012. HK. Konur 1991. Stjarnan. 1995. Stjarnan. 1998. Stjarnan. 1999. Stjarnan. 2007. Stjarnan. 2008. Stjarnan. 2009. Stjarnan. 2015. Grótta. 2016. Grótta. Bikarmeistarar Karlar 1987. Stjarnan. 1999. Afturelding. 2003. HK. 2006. Stjarnan. 2007. Stjarnan. Konur 1989. Stjarnan. 1996. Stjarnan. 1998. Stjarnan. 2005. Stjarnan. 2008. Stjarnan. 2009. Stjarnan. 2015. Grótta. 2016. Stjarnan. 2017. Stjarnan. Hér verður gerð nánari grein fyrir handboltastarfinu innan einstakra félaga í UMSK og stafrófsröð þeirra ræður för. Yngsta félagið verður fyrst, það heitir Handknattleiksfélag Kópavogs, betur þekkt undir nafninu HK. Íslenska karlalandsliðið hafnaði í 6. sæti á HM 1961 í VesturÞýskalandi. Hallsteinn Hinriksson var þjálfari liðsins sem keppti meðal annars gegn Sviss. Fyrir þann leik strengdu Ásbjörn Sigurjónsson, formaður HSÍ, og Hannes Þ. Sigurðsson, formaður landsliðsnefndar, þess heit að þeir myndu láta burstaklippa sig ef Íslendingar ynnu leikinn. Þetta gekk hvorttveggja eftir og þessi ljósmynd var tekin á rakarastofu. Gunnlaugur Hjálmarsson, stórskytta og landsliðsmaður, mælir hárlengd formannsins sem skellihlær. Hannes er nýklipptur, síðan kemur þýsk hárgreiðslukona og lengst til hægri er Karl Jóhannsson landsliðsmaður. Karl hóf handboltaferil sinn árið 1950, 16 ára gamall, lék fyrst með Ármanni, síðan lengi með KR en á 8. áratugnum gekk hann til liðs við HK. Í febrúarmánuði 1978 lék Karl sinn 600. leik með meistaraflokki sem var íslenskt met og sagði þá í blaðaviðtali: „Andinn í HK er alveg sérstakur. Samheldni og áhugi strákanna gífurlegur – þegar svo er þá er ekki annað hægt en að hafa gaman að handknattleiknum …“920

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==