630 úr Val stóðu uppi sem sigurvegarar. Eftir seinni heimsstyrjöld varð íþróttabragginn á Hálogalandi höfuðvígi handboltans í Reykjavík og nærsveitum um 20 ára skeið, allt þar til Laugardalshöllin kom til sögunnar árið 1965. Íslenska karlalandsliðið í handknattleik lék sinn fyrsta landsleik utanhúss árið 1950, á móti Svíum sem sigruðu 15:7. Konurnar töpuðu gegn Norðmönnum í fyrsta landsleik sínum, í Ósló árið 1956, betur gekk hjá þeim árið 1964 þegar þær urðu Norðurlandameistarar í greininni. Það sama ár var Sigríður Sigurðardóttir, handknattleikskona úr Val, kjörin íþróttamaður ársins, fyrst kvenna, það var einnig í fyrsta skiptið að titillinn féll handboltaleikmanni í skaut. Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) var stofnað árið 1957, ári síðar tók karlalandsliðið þátt í HM í fyrsta skipti. Ásbjörn Sigurjónsson á Álafossi í Mosfellssveit var formaður HSÍ á árunum 1958–1967, hann hafði áður verið formaður Aftureldingar og leikið með handboltaliði félagsins við góðan orðstír. Þegar leið á öldina náði bikarkeppni HSÍ mikilli athygli og vinsældum, fyrst var keppt í bikarkeppni karla árið 1974 og kvenna árið 1976.918 Í fyllingu tímans hófu félög innan UMSK að blanda sér í bikarbaráttuna, það fyrsta var Ungmennafélagið Stjarnan sem hampaði bikarnum árið 1987 í karlaflokki og fékk bifreið frá Daihatsu-umboðinu í verðlaun. Ekki fara sögur af bílaverðlaunum þegar Stjörnustúlkurnar urðu bikarmeistarar tveimur árum síðar. Framar í þessari bók er greint frá handboltaiðkun innan UMSK um miðbik 20. aldar. Afturelding hafði þá á að skipa öflugu karlaliði sem varð Íslandsmeistari í 2. deild þrisvar sinnum á 6. áratugnum, stúlkur úr Aftureldingu og Dreng iðkuðu einnig handbolta, ekki síst utandyra á sumrin þegar strákarnir sneru sér frekar að knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Kvennalið UMSK keppti fyrst á landsmóti UMFÍ árið 1946, á Laugum í Reykjadal, þar sem handknattleikur var sýningargrein, og á næstu landsmótum kepptu UMSK-stúlkur í handbolta og var þá ævinlega leikið utandyra. Nútímaleg íþróttamannvirki, sem fjallað er um framar í þessari bók, voru lykillinn að þeim miklu framförum í handknattleik og öðrum íþróttagreinum sem urðu á félagssvæði UMSK og reyndar um allt land á ofanverðri síðustu öld. Laugardalshöllin var fullbúin árið 1965, hún varð miðstöð handknattleiks á Reykjavíkursvæðinu, árið 1968 kom íþróttahúsið á Seltjarnarnesi til sögunnar og íþróttahúsið við Kársnesskóla 1970. Það sama ár var bragginn á Hálogalandi jafnaður við jörðu, nýir tímar voru að renna upp hvað alla aðstöðu varðaði og það skilaði sér í stórauknum áhuga og þátttöku í handknattleik, bæði karla og kvenna, barna og unglinga. Það var einnig tímanna tákn að auglýsingar á keppnisbúningum voru leyfðar árið 1971, þær máttu vera 15 cm á breidd, 5% af auglýsingatekjunum skyldu renna til HSÍ. Já, bylting boltanna var hafin, hún var að sjálfsögðu ekki eingöngu bundin við handbolta, heldur einnig fótbolta, körfubolta og blakbolta – alla bolta, bæði litla og stóra, grautlina og grjótharða. Á 50 ára afmæli UMSK árið 1972 stunduðu fimm UMSK-félög æfingar og kepptu í handknattleik: Breiðablik, Stjarnan, Afturelding, Grótta og HK. Handboltinn var svo sannarlega farinn þar af stað af miklum krafti, þó liðu einhver ár þar til þessi félög hófu að skáka Reykjavíkurfélögunum og FH í Hafnarfirði, að minnsta kosti í flokki fullorðinna.919 UMSK studdi við uppgang handboltans á sínu sambandssvæði, hélt dómaranámskeið og UMSK-mót, til dæmis um páskana árið Handknattleikur á Melavellinum um miðbik 20. aldar, áður en tímar hinna stóru íþróttahúsa runnu upp. 11 leikmenn voru í hvoru liði og vallarstærðin tók mið af knattspyrnuvöllum. Í baksýn er hús Þjóðminjasafnsins í byggingu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==