Aldarsaga UMSK 1922-2022

629 helgina í október. Adam hvetur sveitunga sem hafa tæki og tól, dráttarvél og eða sturtuvagn, að taka þátt í þessari framkvæmd. Adam stefnir á að hægt verði að ríða sem víðast um Kjósinna á reiðvegum en ekki akvegum. Reiðvegir um Kjósina gera mannlífið skemmtilegra og fasteignir verðmeiri ef sá póllinn er tekinn í hæðina. Vinnum saman, nú er það gamli Drengs ungmannafélagsandinn sem gildir.“911 Kjósverjar hafa notað nýstárlega tækni til að greiða götu gangandi og ríðandi fólks um sveitina, árið 2011 var skrifað: „Mikil vinna hefur verið lögð í lagningu reiðvega um Kjósarhrepp á undanförnum árum og eru mjög góðir vegir þar, sem sú vinna hefur farið fram. Þökk sé dugnaðarforkunum. Enn var bætt í síðustu daga og fornar reiðleiðir malaðar til að auðvelda enn frekar umferð hestamanna og þeirra sem kjósa frekar að vera á tveim jafnfljótum. Að þessu sinni var slóðinn yfir Reynivallaháls að norðanverðu malaður, hluta af leiðinni frá Flekkudal að Hjarðarholti, frá Hjarðarholti að Eilífsdal og frá Bugðubrú og áleiðis niður með Bugðu. Styrkur fékkst frá Landssambandi hestamanna kr. 600.000 og nýttist hann vel í verkefnið. Það er reiðveganefnd Adams sem stendur fyrir þessum framkvæmdum en hana skipa nú: Óðinn Elísson Klörustöðum, formaður, Orri Snorrason Morastöðum og Sigurður Guðmundsson Flekkudal, meðstjórnendur.“912 Formannatal Adams 2007–2022 Pétur Blöndal Gíslason 2007–2011. Björn G. Ólafsson 2011–2015. Óðinn Elísson 2015–2021. Sigurður Guðmundsson 2021–2022. Einar Ellertsson frá Meðalfelli heldur í stóðhestinn Adam sem hestamannafélag Kjósverja er nefnt eftir. Handboltabyltingin 1963–2022 Bylting boltanna Upphaf nútímalegs handknattleiks má rekja til nokkurra Evrópulanda kringum aldamótin 1900.913 Leikurinn naut þá mestra vinsælda í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi og var í fyrstu leikinn utan dyra.914 Þjóðverjar lögðu mikla áherslu á að keppt yrði í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 og fóru þar með sigur af hólmi í skugga nasismans, tveimur árum síðar fór fyrsta heimsmeistaramótið fram í handknattleik karla og 1949 í handknattleik kvenna.915 Um svipað leyti og UMSK var stofnað (1922) skaut handboltinn rótum á Íslandi, einkum að frumkvæði Valdimars Sveinbjörnssonar (1896–1978), íþróttakennara í Reykjavík. Hann hafði kynnst handknattleik í námi sínu í Danmörku og kynnti þessa nýlundu í skólum í Reykjavík og Hafnarfirði, einnig á námskeiðum á vegum ÍSÍ allvíða um land, meðal annars á Laugum í SuðurÞingeyjarsýslu, á Akureyri og Siglufirði. Fyrst var keppt í handknattleik árið 1925, eftir námskeið sem Valdimar hélt í Hafnarfirði, í leiknum tókust á piltar og stúlkur og sigruðu piltarnir 6–1.916 Valdimar lýsti leikreglunum þannig í tímaritinu Skinfaxa árið 1927: „Samherjar kasta knettinum á milli sín og þokast um leið smátt og smátt að marki andstæðinganna; best þykir leikið, ef leikendur komast alla leið upp að markteigi og kasta knettinum þar nokkrum sinnum á milli sín, þar til markmaður er orðinn ruglaður og getur ekki fylgst með hvaðan knötturinn muni koma, og gera þá mark.“917 Hér er rétt að nefna annan íþróttakennara til sögunnar, það er Hallsteinn Hinriksson (1904–1974) sem kenndi lengi íþróttir í Hafnarfirði, meðal annars í glæsilegu íþróttahúsi sem var reist árið 1922, sama árið og UMSK var stofnað. Hallsteinn er kallaður faðir hafnfirska handboltans, hann var óspar við að kenna og þjálfa handknattleik í Firðinum og íþróttafélögin FH (stofnað 1929) og Haukar (stofnað 1931) stukku strax á handboltavagninn, Hallsteinn gerði karlalið FH að stórveldi á 6. áratugnum, sannkölluðu „spútnik-liði“ eins og stundum var sagt á þessum upphafsárum geimfaraaldar. Handknattleikur hefur æ síðan staðið traustum fótum í Hafnarfirði. Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu í Reykjavík varð höfuðvígi handboltans eftir að húsið kom til sögunnar árið 1935. Þar voru fyrstu Íslandsmeistararnir í handknattleik innanhúss krýndir árið 1940, bæði í karla- og kvennaflokki, stúlkur úr Ármanni og piltar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==