Aldarsaga UMSK 1922-2022

627 Álftanes og Garðabær, þá vænkaðist fjárhagur Sóta með tilkomu nýs samnings við bæjaryfirvöld, Sótamenn rituðu í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2013: „Hestamannafélagið Sóti horfir björtum augum fram á veginn og vonandi ber félagið þá gæfu að vera áfram minnsta en skemmtilegasta félagið á höfuðborgarsvæðinu.“907 Vígsla reiðhallar á Álftanesi var stór áfangi í sögu Sóta, fjallað var um mannvirkið á fésbókarsíðu félagsins: „Í apríl árið 2019 undirrituðu Jörundur Jökulsson, formaður hestamannafélagsins Sóta og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, samning um byggingu reiðhallar á svæði Sóta á Álftanesi. Þann 5. nóvember sama ár tók Gunnar bæjarstjóri fyrstu skóflustunguna og í gær, þann 10. maí 2022, var reiðhöll Sóta tekin í notkun með formlegum hætti. Viðstaddir voru félagsmenn og velunnarar Sóta, sem margir hverjir hafa lagt fram óeigingjarna sjálfboðavinnu við byggingu reiðhallarinnar, bæjarstjórn og bæjarstjóri Garðabæjar. Eftir að klippt hafði verið á borða var skemmtilegt atriði frá æskulýðsnefnd Sóta og því næst boðið upp á léttar veitingar. Mikil ánægja er með reiðhöllina sem svo sannarlega mun hafa mikla þýðingu fyrir allt starf félagsins, sérstaklega hvað varðar kennslu, æfingar og æskulýðsstarf. Það hefur sýnt sig að gríðarleg þróun og framfarir í hestaíþróttinni hafa orðið á landinu með tilkomu reiðhalla þar sem mögulegt er að æfa allt árið um kring. Hamingjuóskir til hestamanna í hestamannafélaginu Sóta. Framtíðin er björt.“908 Hestamannafélagið Adam Stofnár: 2007 Hestamannafélagið Adam í Kjósarhreppi var stofnað 8. febrúar 2007 og var Pétur Blöndal í Hvammsvík kjörinn fyrsti formaður þess. Adam gekk í UMSK árið 2009 og á aldarafmæli UMSK árið 2022 var Adam eina félagið í Kjósarhreppi sem var aðili að héraðssambandinu en þá hafði Ungmennafélagið Drengur sagt skilið við UMSK. Hestamannafélag Kjósverja er nefnt eftir stóðhestinum Adam (1979–2000) frá Meðalfelli í Kjós. Hann var undan Hrafni frá Holtsmúla og Vordísi frá Sandhólaferju, Adam og Vordís voru felld árið 2000 og grafin í sömu gröf. Lög Adams voru samþykkt á aðalfundi félagsins haustið 2007, 1. grein laganna hljómar þannig: „Félagið heitir Adam. Heimili þess og varnarþing er í Kjósarhreppi. Félagið stefnir á aðild að U.M.S.K., L.H. og Í.S.Í. og verður háð lögum, reglum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar.“909 Í 2. grein félagslaganna er markmiðum hestamannafélagsins lýst með þessum orðum: „Megin markmið félagsins er iðkun hestaíþrótta ásamt því að efla áhuga manna á hestum, stuðla að góðri meðferð þeirra, vinna að framgangi hestaíþrótta og gæta hagsmuna félagsmanna. Í samræmi við ofangreind markmið hyggst félagið vinna að eftirfarandi verkefnum: Reiðhöll hestamannafélagsins Sóta á Álftanesi var tekin í notkun árið 2022. Félagsmerki Hestamannafélagsins Adams.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==