Aldarsaga UMSK 1922-2022

626 til eignar. Íþróttadeild Sóta var stofnuð 30. maí 1994 og sama ár gekk félagið í UMSK. Ýmsar nefndir starfa innan félagsins, meðal annars æskulýðsnefnd og ferða- og skemmtinefnd. Mótahald Sóta er fjölskrúðugt, árið 2011 hélt félagið sjö mót af ýmsum toga, þar bar hæst opið töltmót í júnímánuði sem var jafnframt úrtökumót fyrir væntanlegt landsmót á Vindheimamelum í Skagafirði. Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, heiðruðu mótsgesti með nærveru sinni og var Dorrit gerð að heiðursfélaga félagsins.905 Félagsmenn smíðuðu nýtt réttargerði sem var vígt árið 2013 af bæjarstjórunum á Álftanesi og í Garðabæ, þann sama dag var hrossum smalað á Bessastaðanesi sem er árlegur viðburður, en haustbeit á nesinu hefur verið helsta tekjulind félagsins. Gerðið er einnig notað fyrir reiðnámskeið en æskulýðsstarf innan Sóta er mjög líflegt. Einnig hefur félagið haldið vetrarleika, firmakeppni og gæðingakeppni. Keppnisbúningur félagsins er svartar reiðbuxur (hvítar á hátíðarstundum), svartur jakki, hvít skyrta, rautt bindi eða annað hálstau og svört stígvél. Um áramótin 2012/2013 sameinuðust sveitarfélögin Náttúran og sagan haldast í hendur á félagssvæði Sóta á Álftanesi. Sótavísur Grímur Thomsen (1820–1896) skáld bjó um skeið á Bessastöðum á Álftanesi. Hann átti hestinn Sóta, frá honum er nafn hestamannafélags Álftnesinga runnið. Þannig yrkir Grímur um gæðing sinn: Sanda þylur, sverfir mél, Sóti mylur grjótið vel, fótaskilin fljót sem él, fer sem bylur yfir mel. Gleiður á skeiði glennir sig, grípur hann sporin reiðilig, frísar hart og freyðir á mig, fallega greiðir klárinn sig. Geð er Sóta býsna brátt, ber hann sig hátt að framan, másar hann ótt og orgar lágt, að honum dátt er gaman.906 Grímur Thomsen skáld átti hestinn Sóta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==