Aldarsaga UMSK 1922-2022

625 Einnig hefur félagið boðið upp á knapanámskeið, sem eru viðurkennd sem valgrein, bæði í grunn- og framhaldsskólum.902 Hestamennska er fyrir alla aldurshópa og stunduð til heilsubótar og gleði, lengri og skemmri hestaferðir á sumrin eru afar mikilvægur þáttur í starfsemi hestamannafélaga. Í einni þeirra sást vel aldursbreidd félagsmanna hjá Spretti, yngstu knaparnir voru átta ára en þeir elstu á tíræðisaldri. Félagið hefur lagt áherslu á merkingu reiðleiða með vegvísum, númerum og nöfnum á kennileitum. Sprettarar orða þetta ágætlega í ársskýrslu UMSK árið 2015: „Mikilvægt er fyrir okkur sem stundum hestaíþróttir á þéttbýlissvæði að standa vörð um skipulag svæða í kringum hesthúsabyggðir þannig að ekki verði þrengt um of að starfsemi hestaíþróttafélaga, best er að vinna þetta í sátt og samlyndi við sveitarfélög og aðra viðkomandi aðila.“903 Degi íslenska hestsins 1. maí árið 2016 var fagnað þannig í Spretti: „Sprettur hélt daginn hátíðlegan og bauð upp á dagskrá í reiðhöll Spretts fyrir unga sem aldna, m.a. var boðið upp á að teyma undir börnum, sett var upp þrautabraut sem allir máttu spreyta sig á, og tekið á móti gestum og gangandi í hesthúsum á félagssvæðinu. Hestamennska er fjölbreytt íþrótt og meginþorri iðkenda stundar þessa íþrótt sér til heilsubótar og ánægju. Aldursbilið í íþróttinni er stórt, hápunktur hvers árs í hestamennsku er að fara í eina góða hestaferð, í hestaferðum er ekkert kynslóðabil, allir geta tekið þátt og markmiðið alltaf það sama, að njóta þess að stunda hestaíþróttina í fallegu umhverfi og góðra vina hópi.“904 ´ Hestamannafélagið Sóti Stofnár: 1989 Þegar Hestamannafélagið Andvari var stofnað árið 1965 gengu nokkrir Álftnesingar í félagið. Þar kom að þeir sóttust eftir því að stofna deild innan Andvara en fengu ekki undirtektir við þeirri hugmynd. Þeim fannst að skeiðvellinum á Álftanesi væri ekki nógu vel sinnt, völlurinn væri til dæmis ekki heflaður á meðan allt Andvarapúðrið færi í aðstöðuna á Kjóavöllum. Svo fór að Álftnesingar ákváðu að stofna eigið félag. Hestamannafélagið Sóti á Álftanesi leit dagsins ljós 1. apríl 1989 og var Ársæll Karl Gunnarsson kjörinn fyrsti formaður þess. Andvaramenn glöddust yfir þessu framtaki nágranna sinna, sendu þeim blóm með hamingjuóskum og afhentu Sótamönnum aðstöðuna á Álftanesi Félagsmenn í Hestamannafélaginu Sóta eru á breiðu aldursbili. Félagsmerki Hestamannafélagsins Sóta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==