624 Kjóavallasvæðið, sem mörgum hestamönnum þótti afskekkt nokkrum áratugum fyrr, sannaði sig bæði fljótt og vel, það liggur einstaklega vel við reiðleiðum, til dæmis um Heiðmörk. Umhverfi og mannvirkjum á Kjóavöllum er lýst þannig í Aðalskipulagi Kópavogs: „Hestamannafélagið Sprettur hefur aðsetur á Kjóavöllum. Svæðið er í kvosinni á milli Vatnsendahlíðar, Rjúpnahæðar og Sandahlíðar. Auk hesthúsa og aðstöðu fyrir hestamenn rúmar svæðið keppnishöll, útikeppnisvelli, skeiðbrautir, áhorfendapalla og dómarasvæði. Stærð er um 80 ha, þar af um 25 ha innan lögsögu Kópavogs.“895 Um deiliskipulag svæðisins segir: „Deiliskipulagið nær til 80 ha svæðis og 3.900 hrossa hesthúsasvæðis. Keppnis- og æfingasvæði gera ráð fyrir allt að 15.000 áhorfendum. Stórfelldir jarðvegsflutningar innan Kópavogs hjálpuðu til við að móta skeifulaga formið sem allur völlurinn hverfist um. Allt ofanvatn frá svæðinu og aðliggjandi hlíðum er leitt um jarðsprungur til grunnvatnsins. Í kjölfar skipulagsins sameinaðist starfsemi hestaíþrótta í Garðabæ og Kópavogi, Andvari og Gustur og mynda nú öfluga liðsheild í Hestamannafélaginu Spretti. Sprettur er með starfsemi sína á Kjóavöllum og er eitt stærsta hestamannafélag landsins með á annað þúsund félagsmenn.“896 Mikil uppbygging hefur verið á Kjóavöllum, bæði í vallargerð og með byggingu reiðhallar í Hestheimum 14–16. Hún kom til sögunnar á þorranum 2014 og fékk nafnið Samskipahöllin eftir að Sprettur og Samskip undirrituðu samstarfssamning um að fyrirtækið yrði aðalstuðningsaðili félagsins. Keppnisvöllurinn fékk heitið Samskipavöllurinn. Sprettarar réðust í mikið umhverfisátak á félagssvæði sínu, með uppgræðslu, landfyllingu og skógrækt.897 Árið 2019 voru félagsmenn 1650 og Sprettur stærsta hestamannafélag landsins.898 Hátt í 20 sérnefndir eru þar að störfum, til dæmis fræðslunefnd, reiðveganefnd, æskulýðsnefnd og umhverfisnefnd og þar starfar einnig „… Sprettskórinn sem er karlakór sem æfir einu sinni í viku og heldur tónleika á vormánuðum, ágóði af þessum tónleikum fer síðan í uppbyggingu á veislusal félagsins.“899 Nýjum hesthúsalóðum hefur verið úthlutað á Kjóavöllum, árið 2017 var uppbyggingu lýst þannig í ársskýrslu UMSK: „Uppbygging á félagssvæði Spretts hefur verið í miklum blóma á síðasta starfsári og hafa risið hesthús þar samtals um 1800 m2 sem lætur nærri að hýsi um 150–200 hross, ásókn í svæðið er mikil og er fyrirhuguð úthlutun lóða nú á vordögum fyrir annan eins fjölda.“900 Mótahald hefur verið líflegt og fjölbreytt síðustu ár hjá Spretti, bæði í reiðhöllinni og á skeiðvellinum, meðal annars hefur Íslandsmót í hestaíþróttum verið haldið þar. Þá er rétt að nefna reiðnámskeiðin en um þau segir í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2015: „Sprettur leggur mikið uppúr að æskan fái að njóta sín í hestamennskunni, hver á sínum forsendum. Boðið er uppá reiðnámskeið fyrir börn í öllum aldurshópum. Reiðnámskeiðin eru yfirleitt getumiðuð þannig að allir eiga að finna námskeið við hæfi. Reiðnámskeiðin miða bæði að því að undirbúa börnin og unglingana fyrir keppni og einnig miða þau við að auka hæfni barnanna til þess að njóta samveru við hesta bæði í útreiðartúrum og umgengni.“901 Á Kjóavöllum er gott rými fyrir hesta og menn, reiðvellirnir breiða úr sér fremst á myndinni en fjær er Samskipahöllin frá árinu 2014, hún er 4000 fermetrar að stærð.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==