Aldarsaga UMSK 1922-2022

623 Gustarar farnir með hesta sína úr Glaðheimum og reiðhöllin þar var minna notuð en áður. Andvari og Gustur unnu náið saman og mótshald var að hluta til sameiginlegt. Reiðnámskeið voru flest haldin á Kjóavöllum sem var vettvangur fyrir hið nýja sameiginlega félag sem fékk nafnið Hestamannafélagið Sprettur. Það var stofnað 29. júní 2012, Sveinbjörn Sveinbjörnsson varð fyrsti formaðurinn og félagið gekk í UMSK ári síðar. Hestamannafélagið Sprettur setti sér lög í 21 grein, þar segir um markmið félagsins: „Markmið félagsins er að efla áhuga á hestum og hestaíþróttum, stuðla að góðri meðferð hesta og gæta hagsmuna félagsmanna. Í samræmi við ofangreind markmið hyggst félagið vinna að eftirfarandi verkefnum: 1. Að reiðvegir séu gerðir sem víðast og þannig, að önnur umferð verði til sem minnstrar hindrunar og óþæginda. Reiðvegum þessum sé ávallt haldið við eins vel og efni og aðstæður leyfa. 2. Að byggja upp nauðsynleg mannvirki vegna starfsemi félagsins, svo sem velli og félagsheimili. 3. Að halda mannvirkjum í eigu félagsins í sem bestu ástandi og tryggja góða aðstöðu fyrir mótahald og hvers konar hestaíþróttir. 4. Að halda góðhestakeppnir, íþróttamót, kappreiðar og sýningar ásamt því að leggja hrossarækt lið svo sem kostur er. 5. Að vinna að því, að flutt sé á vegum félagsins fræðsluerindi um hestaíþróttir, hrossarækt og önnur málefni á áhugasviði hestamanna. 6. Að stuðla að öflugu æskulýðsstarfi. 7. Að birta árlega skýrslu um helstu störf á vegum félagsins, þar verði m.a. greint frá úrslitum úr mótahaldi félagsins. 8. Að koma á framfæri sjónarmiðum félagsmanna á málum sem varða sameiginlega hagsmuni þeirra svo sem skipulags-, landnýtingar- og umferðarmálum m.a. gagnvart ríkisvaldi og sveitarfélögum.“894 Hesthús á Sprettssvæðinu á Kjóavöllum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==