Aldarsaga UMSK 1922-2022

622 haldið í Kópavogi. Veturinn 1977–1978 voru 844 hross á vetrarfóðrum í Glaðheimum. 1979. Félagsbúningur Gusts samþykktur. „Svartur jakki með grænum kraga, ljósar buxur, svartur hjálmur og svört stígvél.“893 Kosið í eftirtaldar nefndir: Kappreiðanefnd, skemmtinefnd, fóðureftirlitsnefnd, íþróttanefnd, byggingarnefnd, happdrættisnefnd, Skógarhólanefnd, firmanefnd og ferðanefnd. Kappreiðar á Kjóavöllum 26. maí. 1980. Kristín Bögeskov kosin formaður félagsins, fyrst kvenna. Gustur heldur álfabrennu á þrettándanum. Íþróttadeild Gusts stofnuð. 1981. Uppsetningu á götulýsingu í Glaðheimum lokið. Blikur á lofti um framtíð Glaðheima vegna stórfelldrar vegagerðar. 1982. Bergur Ó. Haraldsson kosinn formaður Gusts, félagsmenn voru 370 talsins. 1983. Taðþróm í Glaðheimum ábótavant, hesthúsaeigendur hvattir til að taka til í sínum ranni. 1984. Einar Bollason kjörinn formaður Gusts. Félagið kaupir hús af Landsvirkjun, það var flutt í tveimur hlutum frá Hrauneyjafossvirkjun, endurreist sem félagsheimili í Glaðheimum og vígt með viðhöfn 1. desember. Glaðheimasvæðið staðfest á aðalskipulagi Kópavogs. 1985. Gustur fagnar 20 ára afmæli sínu, afmælis- og árshátíð haldin 20. nóvember. Félagið leigir beitarland á Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi. Félagsmenn fara hringferð umhverfis Langjökul. 1986. Þorleifur Pálsson kjörinn formaður Gusts. 1987. Samningar takast milli Gusts og Kópavogsbæjar um framtíð Glaðheimasvæðisins. Reiðvegamál eru mjög í deiglunni um þær mundir. Gustur gengur í UMSK. 1988. Kristmundur Halldórsson kjörinn formaður Gusts. Samningur milli Gusts og Kópavogsbæjar um stækkun Glaðheimasvæðisins í höfn. 1989. Samið við Kópavogsbæ um tæmingu á taðþróm og snjómokstur í Glaðheimum. 1990. 200 manns fagna 25 ára afmæli Gusts í Félagsheimili Kópavogs. Í árslok eru félagsmenn 355 talsins og 1200 hestar á vetrarfóðrum í Glaðheimum. Lokið við nýja vatnslögn og holræsakerfi í hesthúsahverfinu. 1991. Gustur tekur beitarland á leigu á SyðriReykjum í Biskupstungum. 1992. Hallgrímur Jónasson kjörinn formaður Gusts. Félagið sækir um viðbótarland fyrir reiðskemmu. Íþróttamaður Gusts kjörinn í fyrsta skipti: Halldór Gunnar Victorsson sem endurtók leikinn árið 1993 og 1994, þrenna hjá Halldóri. 1993. Ákveðið að ganga til samninga um byggingu reiðskemmu á Glaðheimasvæðinu. Karlakór Gusts syngur í fyrsta skipti opinberlega, á firmaballi félagsins. Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, tekur fyrstu skóflustunguna að nýrri reiðskemmu í Glaðheimum. Samþykkt tillaga um félagsbúning sem var þannig lýst: Svartur jakki með grænum kraga, hvítar reiðbuxur, hvít skyrta, grænt hálstau, svartur reiðhjálmur, barmmerki. 1994. 2. febrúar er kvennadeild Gusts stofnuð, Sigrún Sigurðardóttir kjörin formaður. Íslandsmót í hestaíþróttum haldið í Glaðheimum. Öryggiskerfi sett upp í gamla félagsheimilinu en þar höfðu innbrot verið tíð. Mikil sjálfboðavinna við nýju reiðhöllina í Glaðheimum. 1995. Reiðhöllin í Glaðheimum risin og vígð 12. apríl. Fjárhagsstaða félagsins er traust. Berglind Rósa Guðmundsdóttir kjörin íþróttamaður Gusts. 1996. Sveinbjörn Sveinbjörnsson kosinn formaður Gusts. Ásta Kristín Victorsdóttir kjörin íþróttamaður félagsins. 1997. Hrossaræktarfélag Gusts stofnað snemma árs. 1998. Guðmundur Hagalínsson kjörinn formaður. Fulltrúar Kópavogsbæjar og Gusts undirrita samning um framkvæmdir á reiðleiðum. Ásta Dögg Bjarnadóttir kjörin íþróttamaður Gusts. 1999. Gustur heldur opna töltkeppni í reiðhöllinni í Glaðheimum. UMSK heldur ársþing sitt í Glaðheimum. Við það tækifæri fengu tveir Gustarar, Ásgeir J. Guðmundsson og Kristmundur Halldórsson, afhent starfsmerki UMSK. Sigurður Halldórsson úr Gusti verður Íslandsmeistari í gæðingaskeiði og skeiðtvíkeppni. Will Covert kjörinn íþróttamaður félagsins. Sprettur Á nýrri öld þróaðist sú hugmynd að sameina hestamannafélögin í Kópavogi og Garðabæ – Gust og Andvara. Viðræður stóðu yfir um nokkurt skeið og kom UMSK að þeirri vinnu en fyrst og fremst var hér um að ræða skipulagsvinnu hjá Garðabæ og Kópavogsbæ. Ljóst var að Glaðheimasvæðið í Kópavogi átti ekki framtíð fyrir sér sem athafnasvæði hestamanna og árið 2012 voru

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==