Aldarsaga UMSK 1922-2022

621 Garðabæ. Umræður fóru á flot um sameiningu þessara tveggja félaga og varð hún að veruleika árið 2012 svo úr varð Hestamannafélagið Sprettur. Hér fer á eftir snöggt yfirlit yfir starfsemi Gusts á árunum 1965–1999. Annáll þessi er byggður á bókinni „Gustur í Glaðheimum“ sem kom út árið 2000. 1965. Hinn 11. nóvember var Hestamannafélagið Gustur stofnað í Félagsheimili Kópavogs. Jón Eldon var kjörinn formaður félagsins. 1966. Tveir félagsfundir haldnir, einnig skemmtifundur, efnt var til happdrættis, kannaðir möguleikar á hagabeit og svæði fyrir hesthúsabyggð. 1967. Merki Gusts, sem Halldór Pétursson teiknaði, samþykkt á félagsfundi. 1968. Ragnar Bjarnason kjörinn formaður. Söngkór Gusts stofnaður. Fyrsti „félagsbúningur“ Gusts kemur til sögunnar. Það var skikkja eða slá sem var notuð við hátíðleg tækifæri, til dæmis hópreiðar. Gustur heldur kappreiðar á Kjóavöllum, samningar takast um hesthúsabyggð í Smárahvammslandi, hesthúsabyggingar hefjast þar. 1969. 25 hesthúsalóðum úthlutað í hesthúsahverfinu og vatn leitt í hverfið. Gustur stofnar reiðskóla í samvinnu við æskulýðsráð Kópavogs. Bjarni Bjarnason frá Laugarvatni gerður að heiðursfélaga í Gusti. 1970. Björn Sigurðsson kjörinn formaður. Hesthúsahverfið fær nafnið Glaðheimar eftir kosningu félagsmanna, hjónin Bergur Ó. Haraldsson og Kristín Valdimarsdóttir lögðu fram þessa tillögu. 1971. Fyrsta firmakeppni Gusts haldin. Samið um hagabeit fyrir um 30 hross í Vatnsendalandi. Unnið við reiðleið að Vífilsstaðavatni. Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga haldin á Kjóavöllum. 1972. Hestarétt og tamningagerði kemur í Glaðheima. Einnig fyrsta félagsheimili Gusts, það var lítið tveggja herbergja einbýlishús sem hafði áður staðið við Hlaðbrekku í Kópavogi. 1973. Rafmagn kemur í Glaðheima, félagsheimilið opnað og kaffisala hafin. Reiðskóli Gusts og tómstundaráðs Kópavogsbæjar tekur til starfa, gert var ráð fyrir 120 nemendum. Beitarland tekið á leigu á jörðinni Króki í Flóa. 1974. Ákveðið að reisa félagshesthús í samvinnu við tómstundaráð Kópavogs. Þar átti að vera aðstaða fyrir reiðskóla og rými fyrir hesta yngstu iðkendanna. Flestir húseigendur fá rafmagn í hús sín. Götumerkingar settar upp í Glaðheimum. Félagsmenn taka þátt í þjóðhátíðarhöldum í Kópavogi og fara ríðandi yfir Kjöl á landsmótið á Vindheimamelum, fararstjóri var Karl Benediktsson. 1975. Bygging félagshesthúss hefst. Áformum um hraðbraut í gegnum Glaðheima mótmælt harðlega. 1976. Hreinn Árnason kjörinn formaður Gusts. Sími leiddur í félagsheimili Gusts, hugsaður sem öryggistæki. Reiðskólinn starfar af krafti, nemendur voru 216 á þessu ári. 1977. Fóðureftirlitsnefnd Gusts tekur til starfa. Björn Sigurðsson kjörinn íþróttafulltrúi Gusts. 1978. Þriggja manna íþróttanefnd kosin. Kappreiðar á Kjóavöllum. Þátttaka í landsmóti á Skógarhólum í Þingvallasveit. Ársþing LH Hestamannafélagið Gustur var nefnt eftir gæðingnum Gusti frá Hæli í Hreppum, hann var í eigu Bjarna Bjarnasonar á Laugarvatni sem starfaði mikið með félaginu fyrstu árin. Á þessu málverki eftir Sigurð Hallmarsson situr Bjarni á Gusti, Þorkell sonur Bjarna afhenti félaginu málverkið að gjöf. Til hægri er Einar Bollason sem var formaður Gusts 1984–1986.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==