Aldarsaga UMSK 1922-2022

620 (1942–1968) og þaðan var félagsnafnið komið. Bjarni kvaðst vera ánægður með nafngiftina, sagði að það ætti að gusta um félag eins og þetta, hann stýrði ævinlega félagsfundunum sem lauk með fjöldasöng. Í fyrstu einkenndist starfið mikið af fræðslufundum, meðal annarra fluttu erindi þeir Brynjólfur Sandholt dýralæknir, Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunautur og Sigurður Haraldsson, hrossaræktandi á Kirkjubæ; Þorkell Bjarnason sýndi fræðslumyndir og Árni Björnsson læknir flutti erindi og ráðlagði félagsmönnum að ferðast ekki með áfengi í glerflöskum, það væri ekkert gamanmál fyrir lækna að tína glerbrot úr holdi hestamanna ef pyttlurnar brotnuðu. Fljótlega eftir stofnun félagsins hófu Gustarar kappreiðahald á Kjóavöllum sem var frá náttúrunnar hendi grasslétta á milli tveggja ása, landið skiptist nokkuð jafnt á milli bújarðanna Vatnsenda og Vífilsstaða. Fyrsta sýninga- og keppnisbrautin var 300 metra löng. Þarna var meðal annars haldin firmakeppni og var dómpallurinn uppi á vörubílspalli. Þetta tímaskeið varaði í 12–13 ár og var mikill uppgangstími hjá Gusti. Á árunum 1979– 1980 kom til sögunnar 300 metra reiðvöllur við Hofsstaðalæk í Garðabæ og var völlurinn mótaður í gamalli efnisnámu.889 Aðalverkefni Gusts fyrstu árin var að hasla sér völl í landi bújarðarinnar Smárahvamms, samningar náðust við landeigendur og Kópavogsbæ um land undir hesthúsabyggð sem hlaut nafnið Glaðheimar. Byggingafulltrúi Kópavogsbæjar skipulagði svæðið, í árslok 1968 risu fyrstu hesthúsin við götu sem fékk síðar nafnið Smáraholt.890 Næstu árin byggðist hverfið upp, lóðum var úthlutað og vatn var leitt um hverfið. Gustur stóð fyrir fjölbreyttu námskeiðahaldi, bæði fyrir börn og fullorðna, og félagslíf var mjög blómlegt, kvennadeild félagsins var stofnuð 2. febrúar 1994, greint er frá stofnfundinum í bókinni Gustur í Glaðheimum: „Þá lá fyrir að fara yfir drög að lögum kvennadeildarinnar og voru þau samþykkt athugasemdalítið. Nokkrar umræður urðu þó um nafn deildarinnar en samþykkt var með þorra atkvæða að nafnið yrði Kvennadeild Gusts. Einnig urðu umræður hvert markmið félagsskaparins ætti að vera og var að lokum fallist á að markmiðið skyldi vera að efla samstöðu og samvinnu kvenna í Gusti, einkum með því að standa fyrir fræðslu, skemmtanahaldi og fjáröflun. Þá var komið að stjórnarkjöri og var Sigrún Sigurðardóttir kjörin formaður til eins árs.“891 Kvennadeildin beitti sér fyrir því að sérstök fjölskyldugjöld voru tekin upp í félaginu, deildin styrkti barna- og unglingastarfið og hélt skemmtikvöld undir ýmsum nöfnum, til dæmis skyrtukvöld, hattakvöld og kántríkvöld. Grunnurinn að fjárhag kvennadeildarinnar myndaðist með árlegu happdrætti þar sem ævinlega var folald í vinning sem velunnari deildarinnar, Jón Sigurðsson í Skollagróf, gaf úr ræktun sinni, allt þar til hann lést árið 1999. Tómstundaráð Kópavogs og Gustur höfðu samvinnu um rekstur reiðskóla, hann var stofnaður árið 1973 og haldinn í aðstöðu Gusts í Glaðheimum. Árið 1976 byggði Kópavogsbær hesthús sem var sameign Gusts og bæjarfélagsins, þar gátu unglingar haft hross sín á vetrarfóðrum.892 Árið 1995 var glæsileg reiðhöll reist á Gustssvæðinu, þar var meðal annars 20 x 40 metra reiðvöllur, Kópavogsbær fjármagnaði bygginguna að stórum hluta. Þar kom að það þrengdi að Gusturum á Glaðheimasvæðinu og færðu þeir sig um set upp á Kjóavelli, um skeið voru bæði Gustur og Andvari með bækistöðvar sínar þar og svæðið miðstöð hestafólks úr Kópavogi og Loftmynd af Glaðheimasvæðinu frá árinu 1996.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==