Aldarsaga UMSK 1922-2022

62 fréttum, en kappglímu sá ég ekki fyrr en mörgum árum síðar.22 Hinn vaski glímumaður Ágúst Jónsson í Varmadal á Kjalarnesi veitti Þorgilsi harða keppni og fljótlega kom Þorgeir bróðir hans til sögunnar en hann er eini keppandinn af mótunum sem náði titli glímukóngs. Þorgeir var lágvaxinn en samanrekinn kraftajötunn og kattliðugur í þokkabót. Meðal sigurvegara glímunnar um 1930 voru kappar eins og Gestur Andrésson á Hálsi sem var formaður UMSK á fjórða áratugnum og Grímur Norðdahl á Úlfarsfelli sem lengi gegndi ritarastörfum sambandsins. Það var greinilega fylgni á milli góðrar frammistöðu í íþróttum og framgangs í félagsmálum. Glíman féll niður af dagskrá mótanna árið 1945 og átti ekki afturkvæmt. Síðasta áratuginn báru Miðdalsbræður, Njáll og Davíð Guðmundssynir, höfuð og herðar yfir aðra keppendur. Davíð sigraði tvívegis en Njáll var sex sinnum í efsta sæti og sigraði oftast allra. Oft var keppnin tvísýn og árið 1939 réði ein bylta úrslitum íþróttamótsins. Davíð Guðmundsson sagði svo frá því í viðtali við söguritara: Þeim þótti svolítið við mig félögum mínum á mótinu á Meðalfelli 1939. Þá datt ég fyrir Grími NorðGuðbjörn Guðmundsson Það fer ekki á milli mála að fyrsti formaður UMSK, Guðbjörn Guðmundsson, var öflugur foringi og hafði mikil áhrif við að marka stefnu sambandsins í upphafi. Hann fæddist ekki með silfurskeið í munni fremur en margir alþýðumenn en komst vel áfram af dugnaði sínum og varð einn hinna nýtu þegna þjóðfélagsins. Guðbjörn fæddist í Vatnskoti í Þingvallasveit 23. nóvember 1894 ásamt tvíburabróður sínum Ásbirni. Foreldrar þeirra, Guðmundur Þórðarson og Guðfinna Einarsdóttir, voru fátæk húsmennskuhjón og þegar börnum þeirra fjölgaði neyddust þau til að láta tvíburana frá sér. Guðbjörn var tekinn í fóstur að Kaldárhöfða í Grímsnesi þriggja ára gamall og átti þar góðu atlæti að fagna. Þar bjuggu hjónin Þorlákur Ófeigsson og Kristín Jónsdóttir ásamt tvítugri dóttur Kristínar, Gróu Ófeigsdóttur. Þessi unga stúlka tók drenginn að sér og ól hann upp til fullorðinsára. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur árið 1907. Strax um fermingu var Guðbjörn orðinn sendisveinn við Ísafoldarprentsmiðju og hóf þar prentnám árið 1912. Hann vann við setningu fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins árið 1913 og þegar hann lést 70 árum síðar var hann sá starfsmaður sem lengst hafði unnið að gerð blaðsins. Hann var einn af stofnendum og eigendum prentsmiðjunnar Acta og var þar prentsmiðjustjóri árin 1920–1936. Þá venti hann sínu kvæði í kross og fór aftur til starfa í Ísafoldarprentsmiðju og síðar prentsmiðju Morgunblaðsins. Hann upplifði samfellda þróun prentlistarinnar allt frá gamaldags handsetningu til tölvualdar. Guðbjörn var snemma félagslega sinnaður og aðalhvatamaður að stofnun Knattspyrnufélagsins Vals árið 1911, þá aðeins 16 ára gamall. Hann lék knattspyrnu í meistaraflokki félagsins til ársins 1922 og skoraði meira að segja annað af tveimur mörkum sem Valsmönnum lánaðist að setja í Íslandsmótinu 1917. Hann var ritari Vals frá stofnun félagsins 1911 til 1920. Þá tók hann við formennskunni og gegndi henni í tvö ár til ársins 1922. Sama ár varð hann formaður UMSK og var það samfleytt til 1927. Þá lét hann af formennskunni en tók að sér gjaldkerastöðuna næstu þrjú árin. Þá varð formannskreppa og enn var leitað til Guðbjörns. Hann varð aftur formaður UMSK í tvö ár til ársins 1931 en lét þá gott heita enda búinn að leiða stjórnarstarfið í heilan áratug. Hann lét sig þó ekki muna um að gangast fyrir stofnun Velvakanda, ungmennafélags í Reykjavík árið 1925, og hver skyldi hafa verið formaður þess fyrstu sjö árin að einu undanskildu? Rétt til getið, það var Guðbjörn Guðmundsson. Hann sagðist síðar varla muna hvað hann hafi starfað fyrir Velvakanda eða UMSK þegar hann var formaður þeirra beggja enda komi það út á eitt. Reyndar virðist Guðbjörn hafa ofgert sér félagslega í þessu tvöfalda hlutverki því síðasta árið var hann alveg hættur að mæta á fundi félagsins. Guðbjörn var góðmenni og beitti sér jafnan fyrir því sem var til góðs og gæti orðið til að gleðja náungann. Hann hafði forystu um heimboð Norðmanna til Íslands á vegum UMSK árið 1924 og fór síðar sjálfur í eftirminnilega ferð til Noregs. Tvennt var honum hugstæðast úr ungmennafélagsstarfinu: Farfuglafundirnir hjá UMSK og sumarferðir Velvakanda. Á fundunum kom í ljós gildi þess að vera í félagsskap sem var svo víðfaðma „að hvar sem maður kemur meðal félaga sinna þá eiga þeir sömu hugðarmál, hugsjónir og félagsbönd og maður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==