Aldarsaga UMSK 1922-2022

619 bæ sem bjóðast, svo og hlutdeild í lottó. Nú þegar þessu markmiði er náð, þá má kannski segja að rétt sé að skoða hug sinn og reyna að sameina starfskrafta okkar litla félags, því er ekki að neita að það hefur farið fyrir brjóstið á ansi mörgum að það séu starfandi tvö félög á sama svæði með lík markmið, þess vegna mun ég gera að tillögu minni hér á eftir að menn sameinist um það að kjósa sama fólk til setu í stjórn íþróttadeildar og situr í stjórn Hestamannafélagsins Andvara. Þessi breyting á að gera starfið mun skilvirkara og léttir sérstaklega ef horft er til samskipta með skipulagsmál og óskir um styrki til íþróttamannvirkja.“884 Á framhaldsaðalfundi Andvara 20. janúar 1998 var rætt um sameiningu íþróttadeildar Andvara og Hestamannafélagsins Andvara. Sameining félaganna var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þar með var Hestamannafélagið Andvari orðið hluti af íþróttahreyfingunni, fyrsta greinin í nýjum félagslögum hljóðaði þannig: „Nafn félagsins er „Andvari“. Heimili þess og varnarþing er í Garðabæ. Félagið er aðili að UMSK og ÍSÍ, því háð lögum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar.“885 Samningur á milli Garðabæjar og Andvara um uppbyggingu á Kjóavöllum var undirritaður 30. mars 1993.886 Ári síðar, 29. maí 1994, var vallarsvæðið vígt, 300 metra hringvöllur með þverbraut fyrir 200 metra völl ásamt 300 metra hlaupabraut.887 Prestur Garðbæinga, séra Bragi Friðriksson, ávarpaði viðstadda en hann hafði verið aðalhvatamaðurinn að stofnun Stjörnunnar árið 1960. Á Kjóavöllum var félagssvæði Andvara og Gusts og síðan Spretts eftir að þau félög sameinuðust sumarið 2012. Þar var Íslandsmótið haldið 14.–16. júlí 2005, í tilefni af 40 ára afmæli Andvara, því móti lauk með stórdansleik í reiðhöllinni þar sem hljómsveitin Skriðjöklar lék fyrir dansi. Árið 2005 fékk Andvari gæðaviðurkenninguna „fyrirmyndarfélag ÍSÍ“ fyrir framúrskarandi æskulýðsstarf. Bæjarstjórn Garðabæjar bauð til veislu, þar voru fulltrúar ÍSÍ mættir til að afhenda félaginu viðurkenningarskjal. Sama ár hlotnaðist Andvara æskulýðsbikar Landssambands hestamannafélaga. Börn og unglingar gátu unnið sér inn svonefnd knapamerki með frammistöðu sinni á reiðnámskeiðunum. Merkin voru í mismunandi litum og fólu í sér nokkur erfiðleikastig. Börn og unglingar úr Andvara tóku þátt í landsmótinu á Vindheimamelum árið 2011 og voru með fullskipað lið. Andvari óx í það að vera afar öflugt hestaíþróttafélag með nokkur hundruð félagsmenn þegar mest var. Árið 2011 voru þeir um 550 og ákvörðun tekin um að rita sögu félagsins en þá var ljóst að sú saga rynni brátt sitt skeið á enda. Helgi Sigurðsson, dýralæknir og sagnfræðingur, tók að sér söguritunina sem var meðal annars styrkt af UMSK. „Saga Andvara“ kom út árið 2012, um 250 blaðsíðna rit með fjölda ljósmynda. Það sama ár gengu Andvari og Hestamannafélagið Gustur í Kópavogi í eina sæng undir nafninu Hestamannafélagið Sprettur. Íþróttamenn Andvara Sveinn Ragnarsson 1987. Örn Karlsson 1988. Friðþjófur Örn Vignisson 1993. Orri Snorrason 1995. Ingunn Birna Ingólfsdóttir 1996. Guðmundur Jónsson 1997 og 1998. Siguroddur Pétursson 1999. Erling Ó. Sigurðsson 2000. Logi Laxdal 2001 og 2002. Það ár var Logi einnig kjörinn íþróttamaður Garðabæjar og hestaíþróttamaður Íslands. Þórunn Hannesdóttir 2003. Jón Ólafur Guðmundsson 2004. Bylgja Gauksdóttir 2005. Jón Ólafur Guðmundsson 2006, 2007 og 2008. Erling Ó. Sigurðsson 2009. Ellen María Gunnarsdóttir 2010. Erla Guðný Gylfadóttir 2011. Ellen María Gunnarsdóttir 2012.888 Gustur Kópavogsbúar voru engir eftirbátar Garðbæinga og stofnuðu einnig hestamannafélag árið 1965. Stofnfundurinn var haldinn í Félagsheimili Kópavogs 11. nóvember, þangað mættu 55 einstaklingar, flestir úr Kópavogi en einnig allmargir úr Reykjavík. Hvatinn að stofnun hestamannafélags í Kópavogi var svipaður og í Garðabæ, það skorti beitarhaga og það vantaði hesthús, hinsvegar vantaði ekki áhugann, einkum voru það karlmenn sem drógu vagninn, engin kona var aðalmaður í stjórn. Jón Eldon var kosinn fyrsti formaður Gusts, varaformaður var Bjarni Bjarnason. fyrrum skólastjóri á Laugarvatni, hann átti hestinn Gust Félagsmerki Gusts sem Halldór Pétursson teiknaði árið 1967.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==