618 var vígt 12. desember 1987 og gjörbreytti öllu félagslífi Andvaramanna. Einnig var unnið ötullega að lagningu á nýjum og áhugaverðum reiðleiðum um nágrennið, meðal annars í Heiðmörk. Í fyrstu félagslögum Andvara er ekki getið um að halda kappreiðar eða byggja skeiðvöll en þó skorti ekki áhugann á slíku hjá félagsmönnum. Sérstök hestamótanefnd var sett á laggirnar og átti hún að halda utan um þátttöku félagsmanna í lands- og fjórðungsmótum. Einnig var rætt um kappreiðar á Kjóavöllum sem fóru fyrst fram sumarið 1968, í samvinnu við hestamannafélagið Gust í Kópavogi. Þær tókust afar vel og unnu sér fljótlega fastan sess í kappreiðalífinu á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Fram eftir 20. öld var hestamennska íþrótt hinna fullorðnu, einkum karlmanna. Sú birtingarmynd átti eftir að gjörbreytast á síðari hluta aldarinnar, ungmenni voru vinsæl sem knapar á kappreiðum, enda oft létt í þeim pundið. Þátttaka barna og unglinga í hestamennsku jókst jafnt og þétt og félög líkt og Andvari lágu ekki á liði sínu við að skapa tækifæri fyrir ungt fólk til að iðka þetta vinsæla tómstundagaman. Árið 1987 hófst rekstur reiðskóla á Kjóavöllum en áður höfðu verið haldin reiðnámskeið fyrir ungt hestafólk. Reiðskólinn var samvinnuverkefni Andvara og æskulýðsráðs Garðabæjar og aðsókn var yfirleitt góð, árið 1995 tók fyrirtækið Topphestar við rekstri skólans og starfrækti hann í samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar. Kennslan var bæði bókleg og verkleg og skiptu þátttakendur nokkrum hundruðum á sérhverju sumri. Í maímánuði 1984 bryddaði Andvari upp á þeirri nýlundu að halda Dag hestsins í Garðabæ á aðalíþróttasvæði bæjarins. Þar gat að líta ýmis áhugaverð atriði, félagar úr Andvara og hestamannafélaginu Sörla í Hafnarfirði kepptu í svonefndri tunnureið, stóðhesturinn Náttfari frá Ytra-Dalsgerði var sýndur með afkvæmum sínum, einnig var sögusýning þar sem gestir gátu kynnst því hvernig þarfasti þjónninn var notaður á fyrri tíð, meðal annars til póstflutninga. Eftir því sem tímar liðu efldist félagið og vorið 1997 var Hrossaræktarfélag Andvara stofnað.882 Einnig hafa margar nefndir verið að störfum innan félagsins: mótanefnd, firmanefnd, æskulýðsnefnd, umhverfisnefnd, ferðanefnd, fræðslunefnd, skemmtinefnd, reiðveganefnd, vallarnefnd og meistaramótsnefnd.883 Líkt og önnur hestamannafélög breyttist Andvari í hestaíþróttafélag og íþróttadeild Andvara var stofnuð í febrúarmánuði 1986. Eitt fyrsta verkefni félagsins eftir þessa nafnbreytingu var að byggja tamningagerði, 20 x 40 metra að stærð. Vorið 1987 fór fram fyrsta hestaíþróttamótið hjá Andvara. Með þessari skipulagsbeytingu var ekkert því til fyrirstöðu að Andvaramenn yrðu aðilar að UMSK og ÍSÍ og 29. desember 1990 samþykkti UMSK inngöngubeiðnina. Halldór Svansson, formaður íþróttadeildar Andvara, ritaði af því tilefni: „Með þessari samþykkt er stigið stórt skref inn í framtíðina því það er alveg ljóst að hestamennska gerir þá kröfu að vera tekin alvarlega sem alvöru íþróttagrein, en ekki áhugamál sérvitringa. Með stofnun íþróttadeildar var fyrst og fremst höfðað til þessara markmiða, þ.e. að öðlast sess meðal annarra íþróttagreina og njóta styrkja frá ríki og Fánar Gusts og Andvara á lofti á Kjóavöllum áður en félögin sameinuðust árið 2012 undir félagsnafninu Sprettur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==