Aldarsaga UMSK 1922-2022

615 Margar sérnefndir hafa starfað innan Harðar í umboði aðalstjórnar, meðal þeirra eru fræðslunefnd, reiðveganefnd, firmakeppnisnefnd, mótanefnd, girðingarnefnd, fjáröflunarnefnd, þolreiðarnefnd og æskulýðsnefnd og árið 1997 var fyrsti framkvæmdastjórinn ráðinn til félagsins. Hörður heldur úti öflugu barna- og unglingastarfi og hefur skipulagt reiðnámskeið fyrir fatlaða. Haustið 2010 var stofnuð sérstök fræðslunefnd innan félagsins til að sinna málefnum fatlaðra. UMSK hefur lagt verkefninu lið og fyrsta keppnin fyrir hreyfihamlað hestafólk fór fram í reiðhöll Harðar árið 2011.874 Félagið hefur fengið sérstaka viðurkenningu fyrir að skara fram úr við að gera hestamennsku aðgengilegri fyrir fatlaða, meðal annars í samstarfi við MS-félagið. Berglind Inga Árnadóttir og Hólmfríður Halldórsdóttir hafa annast þennan mikilvæga þátt í félagsstarfinu og voru brautryðjendur á þessu sviði. Árið 2013 fékk Hörður viðurkenninguna „Múrbrjótinn“ frá Þroskahjálp fyrir það frumkvöðlastarf sem félagið hafði innt af hendi í hestaíþróttum fatlaðra barna og ungmenna. Á ársþingi UMSK vorið 2022 fékk Hörður hvatningarverðlaun sambandsins fyrir þennan þátt í starfi sínu. Árið 2011 lýstu Harðarfélagar starfsemi sinni í ársskýrslu UMSK með þessum orðum: „Við rekum heilbrigt barna- og unglingastarf, við höldum reiðnámskeið fyrir fatlaða og reynum með því að auka hreyfigetu þeirra með aðstoð hestsins, höldum góð íþróttamót og styðjum okkar keppnisknapa til að standa sig í íþróttinni, við söfnum fé fyrir líknarfélög, vinnum að því að koma á kennslu í hestafræðum við framhaldsskóla landsins og fleira og fleira. Auk alls þessa er rekið blómlegt félagsstarf í félaginu fyrir þann breiða hóp hestamanna sem þar eru félagsmenn, en félögum fjölgar stöðugt og eru nú orðnir rúmlega 800.“876 Félagslíf innan Harðar hefur ævinlega verið blómlegt. Hin árlega kirkjureið að Mosfelli hefur verið við lýði frá vorinu 1982 og um skeið naut svonefnd Leirugleði mikilla vinsælda, fyrst haldin vorið 1982. Harðar- 3. júlí. Reykjavík – Leiruvogur – Kiðafell í Kjós. 4. júlí. Kiðafell – Hrafnabjörg á Hvalfjarðarströnd. 5. júlí. Hrafnabjörg – Hestur í Andakíl. 6. júlí. Hestur – Síðumúlaveggir í Hvítársíðu. 7. júlí. Síðumúlaveggir – Sveinatunga í Norðurárdal. 8. júlí. Sveinatunga, yfir Holtavörðuheiði að Stað í Hrútafirði, þar var póststöð í eina tíð. 9. júlí. Staður – Lækjarmót í Víðidal, þangað kom póststöð árið 1873 en var löngu aflögð þegar hér var komið sögu. 10. júlí. Lækjarmót – Torfalækur. 11. júlí. Torfalækur – Blönduós (áning við pósthúsið) – Æsustaðir í Langadal. 12. júlí. Æsustaðir – yfir Vatnsskarð að Víðimýri í Skagafirði. Þar voru hestar settir á beit en leiðangursmenn gistu í húsmæðraskólanum á Löngumýri. 13. júlí. Póstkoffortin sett á klyfberana í síðasta sinn og riðið í lest frá Víðimýri á Vindheimamela. Einn leiðangursmanna, Sigurður Kjartansson, segir frá: „Við hringsóluðum þarna á melunum og fórum á slaginu kl 1.30 inn á völlinn eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Lokið var ellefu daga ferð með tuttugu trússhesta og tuttugu og tvo lausa hesta í rekstri. Allt hjálpaðist að við að gera þessa ferð ógleymanlega. Allsstaðar þar sem við gistum mættum við gestrisni og höfðingsskap. Ágætir ferðafélagar. Allir hestarnir komu ósárir og óhaltir á áfangastað. Það vakti athygli okkar hvað bílstjórar voru tillitssamir gagnvart okkur, því oft þurftum við að vera með hestana á veginum. Mestan þáttinn átti fararstjórinn Þorlákur, sem stjórnaði eins og herforingi.“875 Kristján Þorgeirsson við upphaf póstferðarinnar, hann var sá eini í leiðangrinum sem starfaði sem póstur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==