Aldarsaga UMSK 1922-2022

614 íþróttaþingi og fellt á jöfnum atkvæðum. Inntökubeiðnin var loks samþykkt 26. september 1984 og þar með var íþróttabrautin rudd fyrir önnur hestamannafélög. 2. maí 1979 stofnuðu um 30 manns íþróttadeild Harðar. Jón Finnur Ólafsson var kjörinn formaður deildarinnar og eitt fyrsta verkefni hennar var að halda skeiðnámskeið. Þangað mættu knapar á aldrinum 13–60 ára með vekringa sína, reyndar kom á daginn að ekki voru allir hestarnir náttúraðir fyrir skeið.871 Fyrsta íþróttamót Harðar var haldið 7. júní 1980. Hestaíþróttasamband Íslands (HÍS) var stofnað í apríl 1989. Harðarfélaginn Pétur Jökull Hákonarson var kjörinn fyrsti formaður sambandsins. 23. janúar 1991 var haldinn fundur hjá Herði þar sem íþróttadeild félagsins var breytt í Hestaíþróttafélag Harðar. Valdimar Kristinsson var kosinn formaður, hann var þá jafnframt formaður Harðar og raunar var sama stjórnin í báðum félögunum. Þegar nær dró aldamótum var mikið rætt um sameiningu Landssambands hestamannafélaga (LH) og Hestaíþróttasambands Íslands (HÍS). Tímamót urðu á ársþingi LH á Egilsstöðum 1997 þegar samþykkt var að samböndin skyldu sameinast undir einum hatti. Einnig var samþykkt á aðalfundi Hestamannafélagsins Harðar 19. mars 1998 að félagið myndi sameinast Hestaíþróttafélaginu Herði. Nýja nafnið skyldi vera Hestamannafélagið Hörður og samþykkt voru ný lög fyrir félagið, þar segir í 1. grein: „Nafn félagsins er Hestamannafélagið Hörður. Félagssvæðið nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Heimili og varnarþing er Mosfellsbær. Félagið er aðili að UMSK, LH og ÍSÍ og háð lögum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar.“872 Enn fremur segir í 2. grein félagslaganna: „Markmið félagsins er að stuðla að eflingu hestaíþrótta í víðtækustu merkingu.“873 Sumarið 1988 hélt Hörður glæsilegt Íslandsmeistaramót í hestaíþróttum. Hörður gekk í UMSK árið 1987, félagið heyrir undir lög og samþykktir íþróttahreyfingarinnar og er fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Póstferðin 1974 Sumarið 1974 var landsmót hestamanna haldið á Vindheimamelum í Skagafirði, það sama sumar var 1100 ára búsetu á Íslandi fagnað með margvíslegum hætti um allt land. Meðal annars fór hópur ríðandi manna úr Reykjavík norður á landsmótið með klyfjahesta, líkt og landpóstarnir á fyrri tíð. Fólk átti þess kost að rita bréf sem voru stimpluð í Reykjavík og flutt í koffortum á hestum norður yfir heiðar. Þessir landpóstar nútímans komu úr þremur hestamannafélögum, þau voru Fákur í Reykjavík, Gustur í Kópavogi og Hörður í Kjósarsýslu. Fararstjóri var Þorlákur Ottesen, Kristján Þorgeirsson var í hópnum og sá eini sem starfaði sem póstur. Stjáni póstur, eins og hann var jafnan kallaður, var einn af stofnfélögum Harðar og formaður félagsins á árunum 1955–1962. Hann var að sjálfsögðu einkennisklæddur í ferðinni, einnig vopnaður póstlúðri líkt og fyrirrennarar hans en sá galli var á hljóðfæri þessu að ekkert hljóð náðist úr því alla ferðina og fékk það því nafnið Þegjandi. Hestarnir voru klyfjaðir með 40 koffortum í pósthúsportinu í Hafnarstræti og síðan var riðið í langri lest eftir götum Reykjavíkur. Dagleiðirnar voru sem hér segir: Þessi ljósmynd var tekin í Leiruvogi, ekki 1874 heldur 1974 þegar landpóstar riðu yfir voginn á leið sinni á landsmót hestamanna norður á Vindheimamelum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==