612 á Varmárbökkum. Völlurinn var vígður árið 1990 og það var Gísli Jónsson, fyrsti formaður Harðar, sem klippti á vígsluborðann. Sama sumar var vallarsvæðið notað í hestaíþróttakeppni á landsmóti UMFÍ sem fór fram í Mosfellsbæ. Íslandsmótið í hestaíþróttum var haldið þar árið 1996 og nýkjörinn forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú heiðruðu mótsgesti með heimsókn sinni. Fyrsta hesthúsið á Varmárbökkum var byggt árið 1971 og næstu áratugina reis þar heilt hesthúsahverfi og önnur mannvirki. Félagsheimilið Harðarból var vígt á aðventunni árið 1994 og glæsileg reiðhöll kom til sögunnar haustið 2009, innviðirnir voru að miklu leyti smíðaðir í sjálfboðavinnu af félagsmönnum en fjármagnið kom að stórum hluta frá Mosfellsbæ og landbúnaðarráðuneytinu. Þegar reiðhöllin var vígð var liðinn meira en áratugur frá því að hugmyndin um hana kom fyrst fram, byggingin hafði staðið af sér alls kyns hremmingar, þar á meðal heilt bankahrun árið 2008. Þegar vel var liðið á 20. öld hófu hestamannafélög að huga að tengingu við íþróttasamtök í landinu. Árið 1974 sótti hestamannafélagið Fákur um aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR), því var hafnað á íþróttaþingi ÍSÍ. Umsóknin stóð í ÍBR-mönnum sem bentu á að lög Fáks og annarra hestamannafélaga stönguðust á við lög ÍSÍ, því væri alls ekki sjálfgefið að hestamannafélög yrðu hluti af íþróttahreyfingu landsins. Hinsvegar væri hægt að stofna íþróttadeildir innan félaganna sem hefðu eigin stjórn, lög og fjárhag og væru í raun sjálfstæð félög. Hjá Fáki var íþróttadeild stofnuð árið 1976 og ári síðar sótti deildin um aðild að ÍBR. Var kosið sérstaklega um það á Horft yfir skeiðvöll Harðar í áttina að Helgafelli, Grímannsfelli og Reykjafelli. Tvær hringbrautir sjást vel á vellinum og einnig bein braut þar við hliðina. Lengst til vinstri er hesthúsahverfið á Varmárbökkum en til hægri má sjá reiðhöll Harðar og félagsheimilið Harðarból. Hólmfríður Halldórsdóttir tekur við félagsmálaskildi UMSK úr hendi Valdimars Leós, formanns UMSK. Hólmfríður hefur starfað mikið við hestamennsku fatlaðra innan félagsins.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==