Aldarsaga UMSK 1922-2022

611 bæjar verið í fastari skorðum en áður og árið 1998 var gerður samstarfssamningur á milli sveitarfélagsins og Harðar. Samstarfið lýtur meðal annars að reiðvegagerð og viðhaldi á reiðleiðum. Margar fornar og áhugaverðar reiðleiðir liggja um félagssvæði Harðar, má þar nefna aðalreiðleiðina austur til Þingvalla, kölluð Stardalsleið, og slóðann yfir Svínaskarð sem er gömul þjóðleið milli Kjalarness/Mosfellssveitar og Kjósar. Vorið 1977 fór firmakeppni Harðar fram í fyrsta skipti, á knattspyrnuvellinum á Varmá sem var að nálgast tvítugsaldurinn og orðinn elligrár af ryki. Enn var enginn skeiðvöllur til staðar í Mosfellssveit og Moskóvítum þótti of langt að steðja með fáka sína á Arnarhamar til að spretta þar úr spori. Næsti áfangi í vallarmálum á Varmá náðist árið 1979, þá kom 300 metra hringvöllur til sögunnar við Varmárlaug, hann var mikið notaður fyrir firmakeppni Harðar sem var vinsæll viðburður um þetta leyti. Ljóst var að þetta svæði yrði ekki varanlegur hestaíþróttavöllur, þar átti að koma íþróttasvæði fyrir mannfólkið. Hestamenn og bæjaryfirvöld horfðu þá í áttina að Leiruvogi til að leysa vallarvanda mosfellskra hestamanna. Á 9. áratugnum kom 300 metra hringvöllur, 400 metra skeiðbraut og einnig 200 metra hringvöllur til sögunnar Skeiðvöllurinn við Arnarhamar á Kjalarnesi var vígður sumarið 1951 og notaður til ársins 1988. Þessi ljósmynd var tekin um 1970 og greinilegt að landróver og önnur fjórhjóla töfratól hafa leyst þarfasta þjóninn af hólmi. Árið 1979 kom 300 metra hestabraut til sögunnar á Varmársvæðinu, þar sem glæsilegur knattspyrnu- og frjálsíþróttavöllur kom 10 árum síðar. Brúarlandshúsið er til hægri á myndinni og Reykjaborg gnæfir við himin í fjarska.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==