Aldarsaga UMSK 1922-2022

610 urðardóttir í Saurbæ, hún var yngsti stofnfélaginn, á 16. ári. Anna átti hugmyndina að nafngift félagsins og var fyrsta konan sem sat þar í stjórn, var kjörin ritari félagsins árið 1971. Árlegar sumarkappreiðar Harðar á Arnarhamri voru ævinlega hápunktur ársins í starfsemi félagsins og árið 1952 voru þær kvikmyndaðar í lit. Myndin var frumsýnd í Hlégarði á árshátíð Harðar 1953, þar mátti sjá gæðinginn Hörð hlaupa sinn síðasta sprett. Það tíðkaðist að gestir kæmu ríðandi á þetta mikla manna- og hestamót sem féll einu sinni niður, það var rigningarsumarið mikla árið 1955. Þá voru bændur uggandi um heyfeng sinn og töldu það óráðlegt að efna til fjölmennrar samkomu, ef það skyldi bresta á með þurrki.869 Fram eftir öldinni var þátttaka í hestamannamótum bundin við fullorðið fólk, þó tíðkaðist að börn væru knapar í stökkkeppni og þurfti stundum að þyngja byrði hestanna með sandpokum því reglur kváðu á um að hnakkur og knapi skyldu vega að minnsta kosti 64 kg.870 Smám saman efldist barna- og unglingastarfið hjá Herði, haldin voru námskeið í reiðmennsku og fyrsta unglingakeppnin fór fram árið 1976. Síðustu kappreiðarnar á Arnarhamri fóru fram árið 1988, nokkrum árum síðar var hreinsað til á mótssvæðinu, því var jafnað út með jarðýtu og fátt þar sem minnir á gömul afrek horfinna gæðinga og knapa. Auk kappreiða var starfsemi Harðar meðal annars fólgin í sumarferðum félagsmanna, rekstri á tamningastöðvum og umsjón með stóðhestagirðingu á Írafelli í Kjós, einnig í Sogni í Kjós frá árinu 1991. Á árabilinu 1964–1979 skipulagði Hörður ásamt öðrum hestamannafélögum á Suðvesturlandi hestamannamót í Skógarhólum undir Ármannsfelli, einnig tók félagið þátt í fjórðungsmótum og landsmótum hestamanna, fyrsta landsmótið var haldið sumarið 1950 á Þingvöllum, síðan á fjögurra ára fresti og annaðhvert ár í seinni tíð. Lengi tíðkaðist það að fara ríðandi á kappreiðar og jafnvel á landsmót. Árið 1974 var landsmótið haldið á Vindheimamelum í Skagafirði í fyrsta skipti, þangað fór hópur Harðarfélaga og er ferðasagan sögð í sérkafla aftar í þessari bók. Árið 1982 var landsmótið haldið aftur á Vindheimamelum, tæplega 40 manna hópur úr Herði með 140 hesta fór ríðandi norður Kjöl, ferðin var kvikmynduð af Guðlaugi Tryggva Karlssyni og myndin sýnd í Hlégarði þá um haustið. Jón H. Ásbjörnsson stýrði ferðanefndinni en fararstjórar voru Guðmundur Jónsson á Reykjum og Hreinn Ólafsson í Helgadal sem var formaður Harðar 1979–1983. Þegar þetta er ritað ríkir bifreiða- og kerruöld á Íslandi og nánast liðin tíð að hestamenn fari ríðandi á hestamannamót. Hestaíþróttir hafa lengi verið keppnisgrein á Ólympíuleikunum en á landsmótum UMFÍ var hinsvegar keppt í hestadómum, í fyrsta skipti á Akureyri árið 1955. Á síðari hluta 20. aldar tók hestamennska miklum breytingum á Íslandi, kappreiðar hörfuðu fyrir öðrum þáttum, aukin áhersla var lögð á hestaíþróttir og barna- og unglingastarf og þar starfar sérstök æskulýðsnefnd. Hestamennska varð sannkölluð fjölskylduíþrótt, sýningar urðu vinsælar þar sem knapi og hestur unnu saman sem einn hugur. Hrossakynbætur fengu einnig aukið vægi og sérstök kynbótanefnd hefur starfað innan félagsins. Síðustu áratugina hefur samstarf Harðar og MosfellsÞorgeir Jónsson (1903–1989) frá Varmadal á Kjalarnesi var annálaður íþróttagarpur sem setti sterkan svip á sögu Aftureldingar og fleiri íþróttafélaga á fyrri hluta 20. aldar. Geiri var einnig landsþekktur hestamaður og bjó lengi í Gufunesi í Reykjavík þar sem hann lét útbúa skeiðvöll. Hér heldur hann í gæðinginn Hörð sem hann eignaðist og samnefnt hestamannafélag dregur nafn sitt af.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==