Aldarsaga UMSK 1922-2022

61 sjóður beri þann kostnað sem kann af því að leiða að halda uppi löggæslu á opinberum skemmtunum.20 Ársþing UMSK 1922–1942 Hér kemur listi yfir ársþing UMSK í þá tvo áratugi sem fyrsti kafli þessarar sögu tekur til. Eins og sjá má eru heimildir skörðóttar en furðu margt hefur þó tekist að staðfesta. Dálkar listans eru auðskiljanlegir nema helst þar sem stendur skýrsla. Ártöl þar innan sviga merkja að eitthvað er fjallað um starfsemi sambandsins í þinggerðum. Lítið x merkir handskrifuð þinggerð eða skýrsla. Annað skýrir sig sjálft (sjá töflu). Glíman í öndvegi Á fyrstu íþróttamótum Aftureldingar og Drengs voru íþróttagreinar fremur fáar en þar skipaði glíman öndvegi. Áhorfendur þyrptust að þegar stæltir og fótfimir glímukappar tókust á og hélt hver með sínum manni eins og gengur. Glíman var fjölmenn fyrstu árin, til dæmis voru keppendur 11 talsins árið 1920. Fremstur meðal glímukappa í þann tíð var hinn íturvaxni Þorgils Guðmundsson á Valdastöðum í Kjós. Þorgils var sigursæll og þótti glíma framúrskarandi vel. Hann fékk sérstök fegurðarverðlaun á Íslandsglímunni 1920 í fyrsta sinn sem þau voru veitt. Þegar glímd var sérstök konungsglíma á Þingvöllum 1921 var hann einn af þeim sem valdir voru til að sýna Kristjáni kóngi snilldartilþrif íslenskra glímukappa. Sjálfur var Þorgils kominn á fermingaraldur þegar hann sá kappglímu í fyrsta sinn. Það var hin fræga konungsglíma á Þingvöllum árið 1907 þegar laust saman hinum goðsagnakenndu köppum Jóhannesi á Borg, Hallgrími Benediktssyni og Sigurjóni á Álafossi ásamt fleirum. Margt var að sjá og heyra á Þingvöllum en glíman stóð því öllu ofar í huga Þorgils þegar hann minntist hennar hálfri öld síðar í afmælisblaði Aftureldingar: Þó fór það svo, að allt er mér úr minni liðið, sem gerðist á Þingvöllum nefndan dag, nema viðureign glímumannanna. Hún var með slíkum brag, að mig hafði ekki dreymt um, að hægt væri að gera glímuna að þeirri íþrótt, er þar var sýnd. Hafði þetta mjög djúpstæð áhrif á mig, sem meðal annars kom strax fram í því, að ég fór að æfa glímu af meira kappi en áður. Einnig hlustaði ég vandlega eftir íþróttafréttum og þá sérstaklega glímuár dags. nr. staður fulltr. félög þinggerð skýrsla 1922 19. nóv. st. Reykjavík 8 4 x x 1923 20. okt. 1. Reykjavík 16 5 x 1924 25.–26. okt. 2. Reykjavík 20 5 x x 1925 24. okt. 3. Reykjavík x 1926 nóv. 4. Reykjavík 12 4 x x 1927 5. 1928 2. des. 6. Akranesi 10 3 1929 15. des. 7. Reykjavík 1930 14. des. 8. Brúarlandi 3 x 1931 22. nóv. 9. Neðra-Hálsi 9 3 x (’31) 1932 8.–9. okt. 10. Reykjavík 11 3 x x 1933 29. okt. 11. Reykjavík 9 3 x (’33) 1934 11. nóv. 12. Neðra-Hálsi 10 3 x (’34) 1935 15. des. 13. Reykjavík 9 3 x (’35) 1936 29. nóv. 14. Brúarlandi 10 3 x (’36) 1937 28. nóv. 15. Hálsi 12 4 x (’37) 1938 30. okt. 16. Reykjavík 12 4 x (’38) 1939 29. okt. 17. Brúarlandi 9 3 x — 1940 24. nóv. 18. Eyjum 9 3 x (’40) 1941 14. des. 19 Reykjavík 12 4 x (’41) 1942 13. des. 20. Brúarlandi 15 4 x — 21

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==