Aldarsaga UMSK 1922-2022

609 hennar keppni áfram en komu síðust í mark. Viðbrögð Vöku og annarra keppenda eru til fyrirmyndar.“865 23. unglingalandsmót UMFÍ Selfoss 29.–31. júlí 2022 Unglingalandsmótin 2020 og 2021 féllu niður vegna heimsfaraldurs, það var því kærkomið að halda mótið sumarið 2022, í björtu veðri á Selfossi. Framkvæmdaaðilar voru Ungmennafélag Íslands, Héraðssambandið Skarphéðinn og Sveitarfélagið Árborg. Guðríður Aadnegard, formaður UMSK, hafði á orði að hún hlakkaði til að skipuleggja mótið í þriðja skiptið.866 Sem fyrr gátu allir unglingar á aldrinum 11–18 ára fundið eitthvað við sitt hæfi í vímulausu umhverfi, dagskráin byggðist á íþróttum og leikjum á daginn, þar voru á dagskrá kökuskreytingar, bogfimi, strandblak og skák og allt þar á milli, síðan var efnt til tónlistarveislu á kvöldin. Ekki var skylda að vera skráður í eitthvert íþróttafélag, um 1000 keppendur mættu til leiks og gestir voru 4–5 þúsund. Að þessu sinni fékk Ungmennasamband VesturSkaftfellinga (USVS) fyrirmyndarbikarinn fyrir prúðmennsku á mótsstað. Ómar Bragi Stefánsson, sem hafði verið framkvæmdastjóri á fjölmörgum unglingalandsmótum, sagði í viðtali: „Það sem einkennir Unglingalandsmót UMFÍ er gleðin og við viljum halda í hana. Það þekkja allir okkar hugmyndafræði um vímulausa fjölskylduskemmtun, íþróttir og leikir á daginn og tónlist á kvöldin. Þarna verða 24 keppnisgreinar en við tökum önnur gildi framyfir harða keppni, Unglingalandsmót UMFÍ snýst um að allir geti tekið þátt á eigin forsendum í gleði og samveru með fjölskyldunni,“ útskýrir Ómar. Tak hnakk þinn og hest … Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Einar Benediktsson. Þótt hesturinn hafi fylgt Íslendingum allt frá landnámsöld náðu hestaíþróttir ekki fullu flugi fyrr en á 20. öld. Þá tók hestamennska stórstígum breytingum og framförum, kynbætur íslenska hestsins gerðu sig gildandi og fjöldi hestamannafélaga var stofnaður víða um land, það fyrsta var hestamannafélagið Fákur í Reykjavík, stofnað árið 1922, sama árið og UMSK. Lengi vel voru hestamannafélög ekki skilgreind sem íþróttafélög og voru því ekki hluti af íþróttahreyfingu landsins, elsta dæmið um orðið „hestaíþrótt“ í rituðu máli er frá árinu 1949.867 Landssamband hestamannafélaga (LH) var stofnað 1949, ári síðar hélt sambandið sitt fyrsta landsmót, á Skógarhólum í Þingvallasveit. LH er aðili að Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) og öll hestamannafélög, sem leggja stund á hestaíþróttir, eru hluti af héraðssambandi eða íþróttabandalagi. Innan UMSK starfa fjögur slík félög sem verðskulda þessa vísu: Hörður rennur hlemmiskeið hnarreistur er Sprettur; Adam töltir tæpa leið, traustur Sóti og nettur. BB. Hestamannafélagið Hörður Stofnár: 1950 Hestamannafélagið Hörður var stofnað á Klébergi á Kjalarnesi 26. febrúar 1950 og voru stofnfélagar um 20 talsins. Félagssvæðið náði yfir Mosfellshrepp, Kjalarneshrepp og Kjósarhrepp, þá hafði myndast áhugi á hestamennsku í þessum sveitum, ekki síst á Kjalarnesi, þar starfaði óformlegt útreiðafélag og segja má að vagga Harðar hafi staðið á Kjalarnesinu.868 Þaðan kom einnig fyrsti formaðurinn, Gísli Jónsson í Arnarholti, og fyrsti skeiðvöllur félagsins var við Arnarhamar á Kjalarnesi, vígður 22. júlí 1951. Helga Ingólfsdóttir frá Fitjakoti sat hinn sótrauða Hörð (1931–1954) á vígslusprettinum, félagið dregur nafn sitt af þessum stólpagrip sem var frá Melum á Kjalarnesi. Skammt þaðan bjó Anna SigÍþróttakonur og -karlar Frá árinu 2014 hafa íþróttakarl og íþróttakona UMSK verið heiðruð fyrir framúrskarandi árangur. Fyrstu þrjú árin hlutu eftirtaldir einstaklingar þetta sæmdarheiti: 2014. Daníel Laxdal, knattspyrnumaður í Stjörnunni, og Norma Dögg Róbertsdóttir, fimleikakona í Gerplu, síðar í Stjörnunni. 2015. Jón Margeir Sverrisson, sundmaður í Kópavogi, og Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona í Gróttu. 2016. Dagfinnur Ari Normann, kraftlyftingamaður í Stjörnunni, og Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona í Gróttu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==