Aldarsaga UMSK 1922-2022

608 greinum. Margréti finnst ekki síst gaman að mæta á Unglingalandsmót UMFÍ þar sem það sé líkast því að mæta á ættarmót eða nemendamót. „Á mótið mæta margir sem ég æfði með og keppti við í frjálsum í gamla daga. Þess vegna er þetta eins og ættarmót fyrir mig og fjölskylduna,“ segir hún.““864 22. unglingalandsmót UMFÍ Höfn í Hornafirði 1.–4. ágúst 2019 „Það var í ágúst að áliðnum slætti …“ að hið vinsæla unglingalandsmót var haldið á Höfn í Hornafirði, í þriðja skiptið þar. Mótshaldarar voru Ungmennasambandið Úlfljótur (ÚSÚ) og sveitarfélagið Hornafjörður; keppendur voru tæplega þúsund, veðrið var eins og best varð á kosið og keppni, afþreying og kvöldvökur fóru fram á sama svæðinu sem skapaði skemmtilegt andrúmsloft. Þátttaka frá UMSK var góð en þó minni en áður, ef til vill vegna fjarlægðar frá höfuðborgarsvæðinu. Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UMSK, og Valdimar Leó Friðriksson, formaður sambandsins, létu sig ekki vanta og buðu UMSK-krökkum og foreldrum þeirra til grillveislu á tjaldstæðinu. Á mótinu var keppt í hlaupaskotfimi (e. biathlon) í fyrsta skipti, árið áður hafði þetta nýjabrum í íslensku íþróttalífi verið kynnt á landsmótinu á Sauðárkróki og einnig á íþróttasvæðinu í Kópavogsdal. Hlaupaskotfimi var sérstakt verkefni á vegum UMSK og átti sambandið búnaðinn sem til þarf en það er byssa/riffill og samtengt skotmark. Níu ungmenni kepptu í hlaupaskotfimi á landsmótinu og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin. Guðni og Eliza Reid eiginkona hans tóku þátt í öllu mótinu ásamt börnum sínum. Við mótsslit var Vaka Sif Tjörvadóttir heiðruð sérstaklega, um ástæður þess mátti lesa í tímaritinu Skinfaxa: „Vaka, sem er 11 ára, keppti í götuhjólreiðum á mótinu. Undir lok keppni sá hún að í vegkanti sat drengur sem fengið hafði astmakast. Vaka stoppaði til að hjálpa drengnum og stöðvaði bíl sem í voru ferðamenn sem höfðu púst til að gefa honum. Fleiri börn bættust í hópinn og hringdu þau á Neyðarlínuna. Þegar drengurinn var kominn undir læknishendur héldu Vaka og vinir Um 200 ungmenni úr UMSK mættu á unglingalandsmótið í Þorlákshöfn árið 2018. Þessi auglýsing birtist í tímaritinu Skinfaxa. „Velkomin á Selfoss 2020,“ segir í heilsíðuauglýsingu í Skinfaxa árið 2019. Þetta mót féll niður vegna heimsfaraldurs og einnig árið 2021. En allt er þegar þrennt er, mótið var haldið á Selfossi í júlílok 2022 þegar öldur faraldursins hafði lægt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==