Aldarsaga UMSK 1922-2022

607 menntamálaráðherra. Keppendur voru hátt í þúsund á aldrinum 11–18 ára, flestir kepptu í körfubolta, knattspyrnu og frjálsum íþróttum og 100 keppendur voru skráðir til leiks í kökuskreytingum. Á mótið mættu um 200 keppendur frá UMSK sem niðurgreiddi þátttökukostnað fyrir sitt fólk. Líkt og aðrir gátu þeir valið milli 24 greina, sumar voru hefðbundnar keppnisgreinar en aðrar óvenjulegar eins og hér verður lýst: „Kökuskreytingar eru ný keppnisgrein og vissulega áhugaverð. Allir geta skráð sig til leiks. Keppendur fá allt hráefnið á staðnum en þurfa að koma með áhöld með sér til leiks. … Upplestur fer þannig fram að keppendur velja sér texta sjálfir, annars vegar óbundinn texta úr bók eftir íslenskan höfund (lengd 300–350 orð) og hins vegar ljóð eftir íslenskan höfund (lengd 8–16 línur). Keppendur lesa ljóðið í kjölfar óbundna textans.“861 21. unglingalandsmót UMFÍ Þorlákshöfn 2.–5. ágúst 2018 Mótshaldarar voru Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) og Sveitarfélagið Ölfus, þar sem Gunnsteinn R. Ómarsson var bæjarstjóri, hann sagði í viðtali í Skinfaxa fyrir mótið: „Aðstaðan í Þorlákshöfn er mjög góð. En við höfum líka bætt hana talsvert. Í fyrra stækkuðum við knattspyrnusvæðið verulega og bættum tjaldstæðið í bænum til að uppfylla væntingar og þarfir gesta. Næst er það strandblakvöllurinn …“862 Keppendur voru 1279 talsins, þeim stóðu ýmsar skemmtilegar og frumlegar keppnisgreinar til boða, til dæmis dorgveiði, kökuskreytingar, strandblak og sandkastalasmíði. UMSK lét ekki sitt eftir liggja á mótinu og mættu um 200 keppendur þaðan. Fjöldi þátttakenda í fjölmennustu greinunum var sem hér segir: Knattspyrna: 682. Körfubolti: 469. Frjálsar íþróttir: 465. Strandblak: 179. Bogfimi: 81.863 Veðrið var afleitt fyrsta mótsdaginn og varð að fresta setningu mótsins um einn dag en þá brast á með blíðviðri og mótsgestir skemmtu sér afbragðsvel. „„Þetta var æðislegur dagur. Þorlákshöfn var iðandi af lífi og fjöri. Það var frábært að sjá heilu fjölskyldurnar saman að njóta lífsins í sólinni á mótinu,“ sagði Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, þar sem hún ásamt Hauki Valtýssyni, formanni UMFÍ, fylgdist með strandhandbolta, einni af nýju vinsælu greinunum á Unglingalandsmótinu. … Mótsgestir voru almennt mjög ánægðir á Unglingalandsmóti UMFÍ. Margrét Brynjólfsdóttir, sjö barna móðir frá Patreksfirði, var ein þeirra og sagði: „„Við höfum átt þrjú börn á mótinu á hverju ári. Verslunarmannahelgin hefur þess vegna verið frátekin hjá okkur fyrir Unglingalandsmótið í nokkur ár,“ segir Margrét. Elsta barn hennar er 21 árs og það yngsta 4 ára. Margrét gerir því ráð fyrir að mæta á Unglingalandsmót ansi oft í viðbót. … Margrét æfði sjálf frjálsar á sínum yngri árum og hafa börnin tekið við keflinu auk þess að bæta við sig Jólakort úr Skinfaxa árið 2016, þar sem lesendur eru boðnir velkomnir á unglingalandsmót á komandi sumri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==