Aldarsaga UMSK 1922-2022

606 fólk og mættu rúmlega 200 ungmenni þaðan. Keppnisgreinar voru vel á þriðja tuginn og höfðu aldrei verið fleiri og hefst nú upptalning þeirra í stafrófsröð: Badminton, boccia, bogfimi, borðtennis, dans, fimleikar, glíma, golf, handbolti, hestaíþróttir, hjólreiðar, júdó, keila, knattspyrna, körfubolti, lyftingar, mótokross, siglingar, skák, stafsetning, strandblak, sund, taekwondo, tölvuleikur og upplestrarkeppni. 19. unglingalandsmót UMFÍ Borgarnes 2016 Mótið var haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. UMSB var mótshaldari, keppt var í 15 greinum og þátttaka opin öllum ungmennum á aldrinum 11–18 ára, óháð aðild að íþróttafélagi. Að þessu sinni mættu 1314 ungmenni til leiks, þar af voru 180 þátttakendur frá UMSK sem niðurgreiddi þátttökugjöld unglinga af sambandssvæðinu. Hér koma nokkrir punktar um mótið: „– Í aðdraganda Unglingalandsmóts var haldinn fundur með íbúum og verslanaeigendum í bænum vegna mögulegrar röskunar á daglegu lífi vegna götulokana og mannfjöldans. – Íþróttaaðstaða var bætt og tjaldsvæði við bæjarmörk lagað. – Þegar mótið hófst var nokkrum götum í nálægð við íþróttasvæði lokað. Strætisvagnar fluttu fólk frá tjaldstæði inn í bæinn. – Kvöldvökur voru á tjaldstæði fyrir keppendur. Fram komu nokkrir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins ásamt heimafólki.“858 20. unglingalandsmót UMFÍ Egilsstaðir 4.–6. ágúst 2017 Árið 2017 voru 25 ár liðin frá fyrsta unglingalandsmótinu sem haldið var á Dalvík árið 1992 svo hér var um 25 ára afmælismót að ræða, jafnframt var þetta 20. unglingalandsmótið. Mótshaldarar voru sveitarfélagið Fljótsdalshérað, sem varð til með sameiningu nokkurra sveitarfélaga árið 2004, og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA). Sambandið hafði haldið landsmót UMFÍ þrisvar sinnum og unglingalandsmót einu sinni áður. Formaður UÍA var Gunnar Gunnarsson, hann ritaði í leiðara Skinfaxa í aðdraganda mótsins: „Það gerir okkur á félagssvæðinu stolt að halda Unglingalandsmót. Það gefur okkur tækifæri til að bjóða fólki í heimsókn og sýna hvað við höfum fram að færa. Það nær ekki bara til íþróttanna heldur þjónustunnar á svæðinu, náttúrunnar og samfélagsins. Það skiptir líka máli fyrir okkur, sem yfirleitt þurfum langt að sækja mót, að þurfa ekki alltaf að vera á faraldsfæti.“859 Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, var formaður landsmótsnefndar, hann hafði sjálfur keppt í hlaupum á landsmóti UMFÍ og nú var hann spurður að því hver væri galdurinn við að halda gott unglingalandsmót, Björn svaraði: „Galdurinn við að halda gott mót er að fyrir því sé raunverulegur áhugi meðal heimamanna. Á því hefur ekki verið vöntun hér og að undirbúningnum koma ungmennafélögin á Austurlandi auk starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrir liggur einnig að fjöldi sjálfboðaliða mun koma til starfa á meðan á mótinu stendur og er ánægjulegt að finna hve viljinn til þess er mikill.“860 Ómar Bragi Stefánsson var framkvæmdastjóri mótsins líkt og áður. Mikil og myndarleg íþróttamannvirki voru á Egilsstöðum, mótið var sett og því slitið á Vilhjálmsvelli. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var viðstaddur landsmótið og einnig Kristján Þór Júlíusson Fyrsta landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri árið 1909. Öld síðar og sex árum betur var enn og aftur efnt til landsmóts í höfuðstað Norðurlands, að þessu sinni var það „Vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð tónlist og taumlaus gleði …“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==