Aldarsaga UMSK 1922-2022

605 160 keppendur frá UMSK voru skráðir til leiks, en keppt var í 13 greinum sem voru fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, karate, knattspyrna, körfuknattleikur, mótokross, skák, starfsíþróttir og sund. Um 1300 keppendur mættu á mótið. Aðstæður voru mjög góðar, Hornfirðingar höfðu yfir að ráða nýlegri sundlaug og fjölnota íþróttahúsi, tjaldstæðið var í göngufæri við íþróttamannvirkin. Vinsældir unglinga landsmótanna jukust stöðugt og eina skýringuna má lesa í ársskýrslu UMSK: „Margir foreldrar eru mjög ánægðir með þann valkost að geta farið með börnin sín þessa helgi á samkomu þar sem heilbrigð skemmtun er í fyrirrúmi og áfengi ekki haft um hönd.“856 Við mótsslit var tilkynnt að fyrirmyndarverðlaunin féllu Austfirðingum (UÍA) í skaut, þessi verðlaun voru veitt fyrir prúðmannlega framkomu og góða umgengni á mótsstað. Heimamenn í ÚSÚ og Ungmennafélaginu Sindra á Höfn hlutu Sigurðarbikarinn, sem var gefinn til minningar um Sigurð Geirdal og var veittur fyrir vandaðan undirbúning mótsins. Einnig var afhjúpaður þakkarskjöldur til heimamanna fyrir að hafa staðið svo myndarlega að frábæru unglingalandsmóti. 17. unglingalandsmót UMFÍ Sauðárkrókur 1.–4. ágúst 2014 Nú voru þeir tímar runnir upp að sveitarfélög víða um land sóttust eftir því að halda unglingalandsmót UMFÍ, enda örvuðu mótsgestir verslun og alla þjónustu í viðkomandi sveitarfélagi. Árið 2014 sóttu níu sveitarfélög um að halda mótið, Sauðárkrókur varð fyrir valinu og var þetta í þriðja skiptið að þetta vinsæla mót var haldið þar. Áður hafði mótið verið haldið á Króknum á árunum 2004 og 2009. Kosturinn við Sauðárkrók sem mótsstað var meðal annars að íþróttamannvirkin voru öll á sömu slóðum og tjaldstæðið skammt undan. Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) var mótshaldari, formaður þess var Jón Daníel Jónsson en verkefnið var unnið í samvinnu við UMFÍ og Sveitarfélagið Skagafjörð. Formaður landsmótsnefndar var Halldór Halldórsson. Þátttökugjald var 6000 krónur, keppendur frá UMSK voru um 170 en alls kepptu um 1500 unglingar á mótinu í mjög góðu veðri. Mótið var öðrum þræði hugsað sem fjölskyldumót um þessa mestu ferðahelgi ársins og mikill metnaður lagður í alla umgjörð, Skinfaxi segir frá: „Mikið var lagt í afþreyingu á mótinu og tókst sú dagskrá afar vel. Margir frábærir tónlistarmenn tóku þátt í dagskránni ásamt öðru listafólki. Risatjald UMSK var á miðju afþreyingarsvæðinu sem nefnt var Landsmótsþorpið, en þar skemmtu ungmennin sér frá morgni til kvölds. Mótssetning og mótsslit gengu vel fyrir sig en aðeins var breytt út af fyrri venjum og reynt að taka tillit til óska ungmenna eins og hægt var.857 Eitt tölublað tímaritsins Skinfaxa var tileinkað landsmótinu og kom það út í dagblaðsformi. 18. unglingalandsmót UMFÍ Akureyri 31. júlí–2. ágúst 2015 Þetta vímulausa íþrótta- og skemmtimót á vegum UMFÍ hafði, þegar hér var komið sögu, fyrir löngu unnið sér fastan sess um þessa mestu ferðahelgi ársins. Að þessu sinni var mótið haldið á Akureyri og um framkvæmd þess var gerður þríhliða samstarfssamingur milli UMFÍ, Akureyrarbæjar og Ungmennafélags Akureyrar (UFA). Sem fyrr var þátttaka opin börnum og unglingum á aldrinum 11–18 ára, auk þess var bryddað upp á ýmsum verkefnum fyrir börn tíu ára og yngri. Ekki var skilyrði að vera skráður í eitthvert íþróttafélag. Metþáttaka var að þessu sinni, UMSK niðurgreiddi ferðakostnað fyrir sitt Skinfaxi minnti á að sumarið 2013 voru haldin þrjú landsmót á vegum UMFÍ og samstarfsaðila.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==