Aldarsaga UMSK 1922-2022

604 fjölskylduna til að koma saman og eiga skemmtilega og ánægjulega daga um verslunarmannahelgina.“853 Heiður Vigfúsdóttir var ráðin verkefnastjóri fyrir mótið, Eimskip og Alcoa bættust í hóp styrktaraðila og ekki þurfti að kvarta undan aðstöðunni. Fyrir landsmót UMFÍ á Egilsstöðum árið 2001 var sköpuð stórgóð vallaraðstaða sem fékk nafnið Vilhjálmsvöllur, hann var þungamiðja unglingalandsmótsins réttum tíu árum síðar. Afreksmaðurinn Vilhjálmur Einarsson, sem völlurinn er nefndur eftir, lét sig ekki vanta, kom færandi hendi og hélt sýningu á eigin málverkum. Vilhjálmur sagði í viðtali um listsköpun sína: „Ég er alltaf að grípa í þetta annað slagið þegar andinn kemur yfir mig eins og þar stendur. Þetta er búið að fylgja mér alla tíð en ég hafði alltaf með mér vatnslitagræjur á stórmót. Ég veit að það eru til nokkrar vatnslitamyndir frá Melbourneferðinni [á Ólympíuleikana 1956]. Að mála var ein aðferðin hjá mér til að slaka á og dreifa huganum og ég hafði afskaplega gaman af því. Ég er mest að mála landslagsmyndir og í hefðbundnum stíl og þetta hefur heldur betur stytt mér stundir …“854 Um 170 unglingar kepptu fyrir hönd UMSK á Egilsstaðamótinu þar sem keppnisgreinar höfðu aldrei verið fleiri: dans, fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, mótokross, knattspyrna, skák og sund. Að auki var í boði fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Mótið heppnaðist einstaklega vel í góðri sátt við veðurguðina. 15. unglingalandsmót UMFÍ Selfoss 3.–5. ágúst 2012 Þegar hér var komið sögu voru unglingalandsmótin orðin það umfangsmikil að allur undirbúningur þurfti að hefjast með ríflegum fyrirvara. Stefnan var tekin á Selfoss sumarið 2012 og rúmu ári áður var skrifað undir samning um framkvæmd mótsins milli sveitarfélagsins Árborgar annarsvegar og UMFÍ, HSK og landsmótsnefndar hins vegar. Formaður hennar var Þórir Haraldsson sem hafði yfirumsjón með kynningu mótsins. Um 2000 ungmenni voru skráð til keppni og höfðu aldrei verið fleiri á unglingalandsmóti, þar af voru 250 keppendur frá UMSK eða 12,5% þátttakenda. Keppt var í 13 greinum og voru sérgreinastjórar í þeim öllum, flestir voru keppendurnir í knattspyrnu, körfuknattleik og frjálsum íþróttum. Aðrar greinar voru glíma, golf, hestaíþróttir, starfsíþróttir, dans, skák, sund, taekwondo, mótokross og fimleikar. Héraðssambandið Skarphéðinn annaðist mótið sem var því til sóma, öll umgjörð mótsins var til fyrirmyndar, bæði keppnisaðstaðan og tjaldstæðin. Tæpir tveir kílómetrar voru milli keppnissvæðis og tjaldstæðis og voru gestir hvattir til að taka með sér reiðhjól sér til hægðarauka. 16. unglingalandsmót UMFÍ Höfn í Hornafirði 2.–4. ágúst 2013 Þetta var í 2. skipti að mótið vinsæla var haldið á Höfn. Ungmennasambandið Úlfljótur (ÚSÚ) var mótshaldari, undirbúningur gekk mjög vel og var mótið kynnt rækilega í Skinfaxa, málgagni UMFÍ. Formaður ÚSÚ var Matthildur Ásmundsdóttir, hún var einnig formaður mótsnefndar og sagði í viðtali fyrir mótið: „Hafnarbúar hlakka til mótsins en almenn ánægja var með mótið sem við héldum 2007. Það var ekki síst fyrir hvatningu frá íbúunum sem við sóttum um að halda mót á nýjan leik. Við ætlum að nota þann tíma vel sem við höfum fram að mótinu en það [er] áskorun fyrir okkur að fá að halda þetta mót og hvatning fyrir allt íþróttastarf á Hornafirði …“855 Unglingalandsmótið á Selfossi var kynnt myndarlega í Skinfaxa, málgagni UMFÍ. Ekki skorti styrktaraðilana eins og sjá má neðst í auglýsingunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==